Úrval - 01.12.1944, Qupperneq 47
DÓMSMORÐ I SUÐURRÍKJUNUM
45
hlaupandi til mín. Þeir voru
æpandi og skjótandi. Þá tók ég
til fótanna. Þeir eltu mig og ég
hélt bara áfram að hlaupa.“
í klukkutíma var Roosevelt
þvælt fram og aftur, og ótal
tilraunir gerðar til að fá hann
1 mótsögn við sjálfan sig. En
saga. hans breyttist aldrei.
Konan hafði farið með honum
út í skóginn af fúsum vilja og
fengið hringinn í staðinn.
Þegar réttarhöldunum var
lokið, drógu kviðdómendurnir
sig í hlé, og eftir fjórar mín-
útur komu þeir aftur og kváðu
upp dauðadóminn. Eftir á tal-
aði ég einslega við nokkra af
kviðdómendunum og lét í ljós
þá óbifandi sannfæringu mína,
að Roosevelt væri saklaus. Og
allir svöruðu mér eins. „Já,
auðvitað sagði hann satt, en
hann átti þetta sannarlega skil-
ið fyrir að eiga mök við hvíta
konu. Auk þess mundi fólkið
fyrir utan hafa drepið hann,
ef við hefðum látið hann laus-
an.“
Á leiðinni til Birmingham
um kvöldið gat ég ekki varizt
því að hugsa um Roosevelt
Wilson, berfættan í snjáðum
samfesting á leið inn í dauða-
klefann. Ég hugsaði um Ponti-
us Pílatus. Ég hugsaði um Em-
il Zola og þá fáu rnenn, sem
höfðu haft kjark til að bjóða
fjöldanum birginn. En svo
hristi ég þetta af mér. Hvað
þýðir fyrir vesælan blaðamann
eins og mig að berja höfðinu
við steininn?
Morguninn eftir bætti ég inn
í frásögn mína tveim máls-
greinum um framburð Roose-
velts. Ég horfði á ritstjórann
meðan hann var að lesa grein-
ina yfir. Þegar hann var búinn,
leit hann upp og gretti sig. Ég
sá hann krota gremjulega í
greinina með blýanti, og ég
vissi, að þessar tvær málsgrein-
ar mundu aldrei koma á prent.
Enginn, sem lesa mundi grein
mína, gæti getið sér þess til,
hvers vegna Roosevelt krafðist
sýknunnar. Ég stakk upp á því,
að við birtum mynd af Roosevelt
með greininni. En blað mitt
hafði, eins og önnur blöð i
Suðurríkjunum, þá stefnu að
birta ekki myndir af negrum.
Við notuðum því nýjustu mynd
af fótleggjum Marlene Dietrich
í staðinn.
Ég vildi óska, að ég gæti
sagt, að mál Roosevelts Wilson
hefði legið eins og mara á mér,