Úrval - 01.12.1944, Qupperneq 110
108
tíRVAL
bæjum lokuðu þessir útlending-
ar opinberum skemmtigörðum
fyrir Kínverjum. í sumum járn-
brautarlestum og fljótabátum
var Kínverjum meinaður að-
gangur að fyrsta farrými. Þessi
framkoma útiendinga, ásamt
ógnum borgarastyrjaldarinnar,
er nokkur skýring á því, hve
mikla áherzlu sumir Kínverjar
leggja á einingu þjóðarinnar og
vilja miklu fórna fyrir hana.
1 þriðja lagi er Kommúnista-
flokkur Kína. Hann kom síðast-
ur fram á sjónarsviðið og er
erfitt að segja, hve áhrif hans
eru víðtæk. Eins og þjóðernis-
sinnarnir heldur hann því fram,
að skapa þurfi þjóðareiningu
og efla tækniþróunina. En hann
gekk feti framar og spurði:
Hverjir eiga að framkvæma ný-
sköpunina og hverjir eiga að
njóta góðs af henni? Eiga auð-
mennirnir og menntamennirnir
að gera það, eða bændur og
verkamenn ?
Fyrir sjö árum mynduðu
þessir þrír aðilar bandalag til
varnar gegn innrás Japana. 1
fyrstu var samvinnan einlæg, en
nú er svo koiúið, að hún er
naumast nema nafnið eitt.
Ekkert land hefir orðið að
þola jafn algera einangrun og
jafn strangt aðflutningsbann og
Kína. Síðan Burmabrautin lok-
aðist 1942, hafa Kínverjar að
heita má algerlega verið sviptir
öllum aðflutningum. Áður voru
um 15.000 vörubílar starfræktir
á vegum landsins, en nú eru
þeir aðeins um 5.000. Hinir eru
ónýtir og engir koma í staðinn.
Afleiðingarnar má sjá hvar-
vetna. Hungursneyð ríkir í Hon-
an og Kwangtung, af því að bíla
skortir til að flytja matvæli
þangað og fólkið kemst ekki
burt úr borgunum, það deyr á
vegunum og verður hundunum
að bráð. Heil þorp leggjast í
eyði. Verksmiðjurnar fá ekki
flutt til sín hráefni, og stjórnin
í Chungking missir tökin á f jar-
lægari héruðum landsins.
Herirnir verða að ferðast fót-
gangandi. Heil herfylki hafa
orðið að ganga 2000 km. Lítið er
um forðabúr á leiðum þessara
liðsveita, enda fá hermennirnir
oft ekki mat allan daginn. Þeir
láta ullarteppin sín fyrir mat í
þorpunum, sem verða á vegi
þeirra, og á nóttunni uppi í
fjöllunum leggjast þeir í kös
hver ofan á annan til að halda
á sér hita.
Aðflutningsbannið hefir einn-
ig dregið svo mjög úr hergagna-