Úrval - 01.12.1944, Page 121
DARWIN
119
með stórum garði, sneri sér ao
því að eignast tíu börn og upp-
götva „leyndardóminn um hinn
raunverulega uppruna þeirra.“
Hann steig fyrsta skrefið í
leitinni að uppruna mannkyns-
ins með því að semja sögu
ferðarinnar með Beagle — vís-
indarit, sem er eins hrífandi og
skáldsaga. Allt, sem hann skrif-
aði, skrifaði hann með aðeins
eitt markmið fyrir augum —
að skýra öðrum frá samileik-
anum, eins og hann sá hann
sjálfur. „Heiðarlegt hispurs-
leysi“ var einkunnarorð hans
ævilangt. „Það er gullvæg
regla,“ sagði hann, „að nota
alltaf, ef mögulegt er, stutt,
gamalt, saxneskt orð ... Ég
held að það verði aldrei um
of að því gert, að skrifa ljósan
og tæran stíl og henda mærð-
inni í hundana.“
Og hann varð að leggja mik-
ið á sig til þess að skrifa ljóst
og greinilegt mál. Hann átti
erfitt með að ná góðum rit-
hætti, og það var aðeins fyrir
ósveigjanlega ákveðni, að hon-
um tókst að skapa sér óþving-
aðan og skemmtilegan stíl.
Hann saknaði þess, að hann
skyldi ekki hafa smekk fyrir
skáldskap, og þó er För Beagle
full af skáldlegurn setningum.
Takið t. d. eftir þessari lýs-
ingu hans á Brasilíu: „Landið
er stórt, villt, óþriflegt og
íburðarmikið gróðurhús, sem
menn hafa slegið eign sinni á
og fyllt af skemmtilegum hús-
um og reglulegum görðum.“
Fyrstu kynni hans af landinu
vörpuðu honum í „hvirfilvind
unaðar og undrunar ... Form
appelsínutrésins, kókoshnet-
unnar, pálmans, mangótrésins
og bananatrésins, munu geym-
ast skýrt og greinilega; en allt
hið fagra, sem sameinaði þetta
í eina fullkomna heildarsýn,
hlýtur að rnást út. Og þó mun
það skilja eftir, eins og saga
heyrð í bernsku, mynd, fulla af
óljósum en undurfögrum hlut-
um.“
För Beagle er enn, eftir
hundrað ár, rómantísk eins og
saga úr þúsund og einni nótt.
En næsta bók Darwins ber á sér
meira vísindasnið. Hún fjallaði
um hrúðurkarlinn, einkenni-
legt sjávardýr, „sem stendur á
höfði í skel sinni, og spyrnir
fæðunni upp í sig með fótun-
um.“ Darwin var átta ár að
semja þetta rit, og það voru
sennilega erfiðustu árin í lífi
hans. Með því að vinna að þessu