Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 12
10
tJRVALi
háttum hans, hugsun, hagfræði,
kringumstæðum og heimskynj-
un, og skilningi hans á stjórn-
arháttum á atómöldinni.
Ef þeim uppástungum, sem
hér hafa verið gerðar, verður
stungið undir stól, ef fyrri leið-
inni er hafnað, er þó önnur til,
annar möguleiki en heims-
stjórnin. Þessi önnur leið kann
að virðast fjarstæða, en henni
verður lýst hér í alvöru, því að
hugsanlegt er, að með því að
fara hana geti maðurinn fengið
að lifa áfram — og það er hér
mergurinn málsins.
Þessi önnur leið er tiltölulega
einföld. Þar er þess krafizt, að
maðurinn grafi fyrir rætur
vandamálsins, að hann útrými
að fullu og öllu sérhverju því,
sem eitthvað á skylt við vísindi
og menningu, að eyðilagðar séu
allar vélar og öll þekking, sem
þarf til að smíða þessar vélar
eða vinna með þeim, að borgirn-
ar verði jafnaðar við jörðu,
rannsóknarstofur og verksmiðj-
ur brotnar niður, skólarnir rifn-
ir, söfnin brennd og listaverkin
moluð mélinu smærra, vísinda-
menn verði teknir af lífi, sömu-
leiðis læknar, kennarar, löggjaf-
ar, vélfræðingar, kaupsýslumenn
og allir, sem eitthvað hafa ver-
ið í tygi við þekkingu eða fram-
farir, lestrarkunnátta varði
dauðarefsingu, þjóðirnar verði
bannaðar, en í staðinn komi ætt-
flokkakerfið.
I stuttu máli sagt kemst
maðurinn á sama stig þjóð-
félagsþróunar og var árið
10000 fyrir Krist. Þegar hann
hefir þannig losað sig við vís-
indi, framfarir, ríkisstjórnir,
þekkingu og hugsun, getur harni
verið tiltölulega viss um að fá
að lifa áfram á þessari jörð.
Þetta risaskref aftur á bak
getur verið leið út úr ógöngun-
um — ef nútímamaðurinn þolir
ekki heim nútímans. Það er
hægt að skipta á heimsstjórn og
þessum flótta, ef nútímamað-
urinn óskar að velja.
Sjá „Eréf“, bls. 127, frá vísinda-
mönnum kjarnorkustöðvarinnar í
Oak Ridge í Bandarikjunum, í tilefni
þessarar greinar. — Ritstj. —
HON var svo vön því að láta aðra vinna fyrir sig, að hún gift--
ist ekkjumanni, sem átti þrjú börn.
— Los Angeles Tribune.