Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
þangað til vissa er fengin í
þessu efni.
Samkvæmt eðli lyfsins ætti
það að reynast vel gegn kík-
hósta, og virðist ef til vill geta
útrýmt blóðkreppusótt.
Streptomycin er dásamlegur
viðauki við penicillin. Þar eð
penicilliner sýra og streptomyc-
in basi, virðist mikill möguleiki
á því að þessi tvö efni myndi
salt saman, penicillinstrepto-
mycinat. Slíkt lyf yrði dásam-
legt vopn gegn sjúkdómum, þar
sem penicillin verkar gegn einni
tegund baktería og strepto-
mycin gegn annarri.
Samkvæmt öllum staðreynd-
um virðist streptomycin hafa
margvísleg heilsubætandi áhrif.
Það sama var hægt að segja um
penicillin, þegar tilraunir á því
voru á svipuðu stigi, og rættist
það allt. Sem dæmi upp á vonir
þær, sem streptomycin vekur,
má benda á, að fyrirtækið
Merck & Co., er nú að láta
byggja verksmiðju fyrir 3,000-
000 dollara, til þess að fram-
leiða þetta lyf og um 20 aðrir
efna- og lyfjaframleiðendur eru
einnig að undirbúa framleiðslu
á því.
Að vissu leyti er framleiðsla
á þessu nýja lyfi svipuð fram-
leiðslu penicillins. Bakteríurn-
ar eru ræktaðar í stórum geym-
um eða flöskum, þar sem þær
lifa og nærast á kjötseyði. Þeg-
ar þær þroskast, gefa þær frá
sér streptomycin í kjötseyðið.
Síðan er lyfið unnið úr því með
ýmsum efnafræðilegum aðferð-
um.
Það mun líða a. m. k. ár, þar
til lyfið kemur á markað. Og
þar eð bakteríurnar gefa lyfið
í örsmáum skömmtum, er næst-
um því víst, að það verður ákaf-
lega dýrt.
Ástin!
Ferenc Szabo, ungverskur prentari fannst meðvitundarlaus á
götu í Búdapest. Þegar lögreglunni hafði tekizt að lífga hann
við, skýrði hann frá því, að hann hefði handsett nafn og heimilis-
fang stúlkunnar, sem sveik hann, og gleypt letrið — 57 stafi, tvær
kommur og eina semíkommu — með einum potti af léttri eitur-
blöndu til vökvunar.
— N. Y. World Telegram.