Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 50
48
tJRVAL
í höndum mér, gnísti tönnum
og var ákveðin í að sýna sömu
hermannslund og Decker. Að-
gerðin stóð yfir tímum saman,
en þó gat ég varizt öllu kveinki.
En innra fyrir sauð og vall
ægileg heift allan tímann. Á
eftir komu svo gleðitíðindin.
Decker myndi hressast og ég
haida fótunum.
Á mánudaginn fannst mér ég
vera svo miklu frískari til sálar
og líkama, að ég vildi endilega
taka mér þrifabað. Ég var meira
en iítið óhrein. Rammy setti upp
baðker í hvarfi við hólinn — og
baðkerið var hjálmurinn hans!
Hann kom líka með sápu, hand-
klæði, þvottaklút og hrein föt.
Siðan báru karimennirnir mig
niður á „baðstaðinn,“ og skildu
mig þar eftir við hreingerning-
una.
Ég fór úr fötunum og byrj-
aði að skrúbba mig. En allt í
einu fannst mér sem ég ætti ein-
hverja áhorfendur. Ég skimaði
í kringum mig og sá þá hvar
dalbúarnir stóðu upp á næsta
leiti, og ætluðu augun út úr
höfðinu á þeim. Ekki get ég
enn gizkað á, hvortfremurvakti
forvitni þeirra athöfn mín eða
hörundslitur, sem var svo gjör-
ólíkur þeirra litarhætti.
iÐ ÁLIÐNUM föstudegi 25.
maí kom Walters höfuðs-
maður blaðskellandi til okkar.
Hann er 193 cm. á hæð og var
eins og tröll á að líta, þar sem
hann gekk í fararbroddi Filipps-
eyinganna og frumbyggjanna,
sem létu sig hvergi vanta. Koma
hans var eins og svalur og
hressandi goluþytur. Hann var
syngjandi og kyrjaði „Shoo-
Shoo Baby“ af öllum mætti lífs
og sálar. í fylgd með honum
voru firnrn fallhlífarhermenn,
en þrír aðrir höfðu orðið eftir
niðri í aðaldalnum, og áttu þeir
að gera þar rennibraut fyrir
svifflugu.
Walters var mikill lystisemd-
anna maður og gleðskapar. Eft-
ir kvöldverð var hann vanur að
setja á svið smáíeiki og kom
þar fram einn síns liðs í eftir-
hermuhlutverkum, ýrnist sem
söngvari í næturklúbb eða út-
varpi. Svo fetti hann sig og
bretti á alla vegu, en við hin og
blökkumennirnir horfðum á
hann hrifningu Iostin. Walters
var ómetanlegur fyrir skaps-
munina.
Tveimur dögum eftir komu
Walters og félaga hans, varp-
aði eftirlitsflugvélin niður til
okkar 21 trékrossi, sem vera