Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 90
88
TJRVAL
„Linkutúlar“, þetta orð verð ég
að muna. Og svo 2oló hann, upp
á enskan máta, hátt og hvellt,
líkt og hnegg. „Linkutúlar, ekki
nema það þó.“
Við átum lambakótelettur.
„Segið þeim að senda heilan
helling," sagði Churehill á með-
an ég talaði í símann. Sjálfur
ét ég ekki minna en sex kóte-
lettur. Ég á erfitt verk fyrir-
höndum. Ég á að halda fyrir-
lestur xun heimsveldi.“
Á meðan við nöguðum beinin
barst talið að kvikmyndum.
Okkur þótti báðum gaman að
þeim og vorum bæði hrifnust af
Vilmu Banky. En allt í einu
sagði Churchill: „Hvað um fyr-
irlesturinn minn?“
„Nú, hvað um hann?“ sagði
ég.
„Ég sleppi honum í kvöld.
Heimsveldið verður að eiga sig
á meðan. Við skulum heldur
fara í bíó, þér og ég. Við ein.“
Ég var á báðum áttum, en sá
brátt í anda hneykslið, sem af
þessu hlytist. Fyrirlesarinn
horfinn. Beztu menn bæjarins
bíða. Meðal þeirra er útgefand-
inn að Columbus Dispatch, yfir-
boðari minn. Ég gerði mér í
hugarlund hvernig honum yrði
við, þegar hann frótti, að einn
lítilmótlegasti þjónn hans ætti
sök á hvarfi hins unga Chure-
hills.
„Nei,“ sagði ég ákveðin. „Þér
verðið að halda ræðuna.“
Churchill stundi þungan.
„Jæja, þá það,“ sagði harni.
„Og þá verð ég að fara að tygja
mig.“ En þegar hann ætlaði I
sokkana, þá fann hann ekki
nema annan. Hinn var týndur.
Klukkan var að verða níu, en
þá var von á sendinefndinni,
sem fylgja átti honum í klúbb-
inn.
„Hvað á ég að gera?“ spurði
hann vandræðalegur. „Ég get
ekki farið berfættur.“ Ég stóð
rólega upp, með kótelettu milli
tannana, og litaðist um í her-
berginu.
„Verið alveg rólegir," sagði
ég. „Þeir taka ekkert eftir því.“
„Jú, þeir gera það víst,“ sagðí
hann. „Og auk þess fer ég
hvergi nema ég finni sokk-
inn. Ég hefi ekki aðra svarta
sokka meðferðis, því að farang-
ur minn allur er í PittsburghV
„Verið þá í öðrum sokkum,“
sagði ég kæruleysislega. „í
hvaða sokkurn voruð þér í dag?“
„Ljósum sokkum við kjól-
föt,“ hrópaði hann upp yfir sig.
,,Aldrei“.