Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 74
72
tÍRYAL
Eins og áour er te'kið fram,
verða okkar hús án kjallara, en
hinsvegar með þrem svefnher-
bergjum. Það verða fjórar
gerðir, tvær fyrir sveitirnar og
tvær fyrir bæina. Öll hafa þau
„hiaU“ og þau stærstu einnig
góða setustofu með stórum
bogaglugga. í þessu herbergi
verður vél, sem getur hitað
vatn. Þar inn af er eldhús og
búr, svo og setustofa með
frönskum glugga. Góð geymsla
og þvottahús eru á neðri hæð-
inni, en þrjú svefnherbergi uppi
á lofti. Þessi hústegimd er fyrir
sveitirnar. Svo er önnur gerð,
minni, fyrir sveitirnar í upp-
löndum Skotlands, og hefir hún
eitt herbergi niðri í stað setu-
stofunnar.
Bæjarhúsin, sem eru að
nokkru sambyggð, hafa minna
eldhús en stóra setustofu, fjórir
sinnum fimm metrar. Tvö
svefnherbergjanna eru þrisvar
sinnum fjórir metrar og hið
þriðja þrisvar sinnum fimm
metrar. Þau hafa innbyggða
skápa og eru slíkir skápar víða
í húsinu. Baðherbergið er
niðri, en þvottahúsi og geymslu
sleppt. Öll húsin hafa anddyri.
Skilrúm milli húsanna verða
ekki úr timbri heldur úr steypu
eða múrsteini.
Ykkur mun þykja einkenni-
legt að við kaupum ekki nema
fimm þúsund þessara húsa.
Ástæðan er einfaldlega sú, að
okkur skortir nauðsynlegan
gjaldeyri. Svía langar ekki í
sterlingspundin okkar heldur
þær vörur, sem sú mynt getur
keypt. En við höfum ekki aflögu
þær vörur, sem þá vanhagar um.
Forlíoðiim ávöxtur.
Móðir Mabelar hafði fengið kvef og hafði samkvæmt gömlu
og góðu húsráði fengið sér viskí í heitu vatni.
Skömmu seinna kom Mabel litla, fimm ára, til þess að bjóða
mömmu sinni góða nótt með kossi. Þegar hún hafði kysst móð-
ur sína, leit hún ásökunaraugum á hana og sagði:
„Ja, mamma, þú hefir tekið af vellygtandinu hans pabba!“
— World Digest.