Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 116
114
tJKVAD
hann var 20 pund að þyngd. Ég
varð að draga hann inn í kof-
ann. Þegar ég var búinn að því,
létti mér ákaflega. Ég gat nú
varist kuldanum í tvo daga. Ég
þráði ákaft að sofna, en gat það
ekki, vegna kvalanna í höfðinu,
bakinu og fótunum. Meðan ég
lá á bekknum flaug mér í hug,
að ég myndi ekki rétta við aft-
ur. Kolsýringurinn eyðir rauða
litarefninu í blóðinu, og lifrin
og miltið eru lengi að endurnýja
þetta efni, sem flytur súrefnið
um líkamann. Jafnvel á beztu
sjúkrahúsum tekur batinn
nokkrar vikur. Hvað mig snerti
var kaldasti og dimmasti hluti
heimsskautsnæturinnar enn ó-
kominn — sólin myndi ekki rísa
yfir sjóndeildarhringinn, fyrr
en eftir þrjá mánuði. Hvernig
sem ég fór að, gat ég ekki full-
vissað mig um, að ég hefði næg-
an þrótt til að þrauka þennan
tíma.
Næsti dagur, 1. júní, var
föstudagur. Föstudagurinn
svarti, að því er mig áhrærði.
Ég vaknaði upp frá illum
draumum, og varð þess var, að
ég gat varla hreyft legg eða lið.
Ég gerði mér Ijóst, að eina von
mín var sú, að geta sparað
krafta mína og lengja þar með
líf mitt um nokkra daga. Þetta
hugðist ég gera með því móti,
að vinna ákaflega hœgt og með
mikilli fyrirhyggju. Brýnustu
þarfir mínar voru hiti og mat-
ur. Það hafði verið dautt á ofn-
inum í 12 stundir og ég
hafði ekki bragðað mat í
36 stundir. Ég renndi mér
út af bekknum og tróð mér
í fötin, og gætti þess að fara
hægt að öllu. Mig svimaði þegar
ég snerti gólfið, og ég sat í
margar mínútur á stólnum og
starði á kertið. Loks treysti ég
mér til að kveikja á ofninum.
Loginn var rauðleitur og gaf til
kynna, að ekki væri allt með
felldu. Eldurinn var óvinur
minn, en ég gat ekki lifað án
hans.
Svo mjög sem ég þjáðist, var
þorstinn þó mesta þjáningin.
Göngin, þar sem ég muldi ís til
að bræða, voru í augum mínum
hundrað mílur í burtu, en samt
lagði ég af stað. Brátt varð mér
fótaskortur og ég datt endilang-
ur. ísnáman mín var of langt 1
burtu. Ég sleikti vegginn í göng-
unum, þar til mig logsveið í
tunguna, og svo skóf ég hálfa
fötu af óhreinum snjó upp úr
gólfinu. Þetta var enn hálfgert
krap, þegar ég reyndi að drekka