Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 84
82
TJRVAL
maðurinn hefði verið að hugsa,
þar sem hann sat þarna rólegur
í fremra herberginu. Stóð hon-
um á sama? Hugsaoi hann alls
ekkert? Var hann blygðunar-
laus? 20.000 ára þróun eða
lengri, sem skilur mig og Eski-
móana, hindra skilning minn
á þeim aftur og aftur. Þegar
ég sá einhvern atburð eða stað-
reyndi eitthvað, hlaut ég að
brjóta heilann um það og reyna
að skýra það, af því að ég var
menntaður eða að minnsta kosti
þroskaður Evrópumaður. Áreið-
anlega reyndu Eskimóarnir
aldrei að túlka neitt eða skilja.
Þarna var staðreyndin — það
var allt og sumt. Neanderdal
maðurinn og maðurinn í Rocke-
fellerstofnuninni hlutu að líta á
hlutina og skýra þá, hvor á sinn
hátt. Hér situr mannieg vera í
herbergi, en í því næsta situr
konan hans, og hjá henni situr
áhugalaus elskhugi, sem hún
hefir eignazt af einskærri tilvilj-
un. Hvað gerir svo eiginmaður-
ínn? Hann hlær. Er hann að
hlæja að því, sem gerist í næsta
herbergi? Alls ekki. Hann hlær
af því að honum finnst svo
gaman að fela hluti og láta vin
sinn leita að þeim.
Hann er þá ekki afbrýðisam-
ur ? Nei. Og ástæðan getur verið
sú, að afbrýði stafar af næm-
leika fyrir einstaklings eignar-
rétti, og þennan næmleika hefir
Eskimóinn mjög lítinn eða alls
engan. Einhver maður nýtur
konunnar hans. Hvað stafar
honum illt af því ? Ef tilgangur-
inn hefði verið að taka konuna
frá honum, ræna hann þessum
hlut (ekki eign), sem er svo
mikilvægur frá mannlegu og
þjóðfélagslegu sjónarmiði, þá
væri þetta mjög alvarlegt, og
hann mundi ekki hika við að
drepa hvern sem það gerði. En
að liggja með konunni? Það er
alls engin niðurlæging, þvert á
móti veitir það honum leyfi til
að haga sér eins gagnvart öðr-
um konum — og það eru gróf-
lega mikil þægindi. Ég þarf ekki
að taka fram, að því fer fjarri,
að ég telji, að hin kristnu Vest-
urlönd ættu að taka upp kyn-
ferðisvenjur Eskimóa, eða laga
sig eftir þeim. Ég veit líka, að
það þarf engan kvenréttinda-
frömuð til að spyrja: „En
hvernig er aðstaða Eskimóa-
kvennanna?" Aðstaða þeirra er
í sjálfu sér nægilega góð, og í
þessum línum hefi ég oftar en
einu sinni drepið á, að þær hafa
ekki aðeins húsfreyjuvald á