Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 124
122
TJRVAL
að vera hjá mér. Grunur hans
óx, þegar ég fór að bisa við
handknúna senditækið og senda
hin lítt skiljanlegu skeyti með
löngum hvíldum milli orða. En
hann og Poulter sáu um það, að
ég fengi enga ástæðu til að
gruna, að þeir ætluðu að senda
hjálparleiðangur til mín.
Hinn 18. júlí sagði Murphy,
að Poulter og f jórir aðrir menn
væru farnir af stað. Enginn
dauðadæmdur maður, sem
gengið hefir um gólf í klefa sín-
um í von mn náðun á elleftu
stundu, hefir þjáðst meira en
ég gerði þá; því að auk sjálfs
mín hefði ég nú líf fimm ann-
ara manna á samvizkunni.
Klukkan átta um kvöldið til-
kynnti Litla Ameríka: „Þeir
eru komnir 11 mílur til suðurs.
Þeir eiga erfitt með að finna
flöggin."
Frostið var ákaflega napurt
og var að aukast. Rauða strikið
á hitalínuritinu, komst niður
fyrir 60 stiga frost. Ég ætlaði
alveg að sleppa mér, þegar ég
hugsaði til mannanna fimm á
jöklinum, sem voru að reyna að
halda lífinu í sér og dráttarvél-
unum í gangi í slíkri frosthörku.
Um miðnætti sagði Murphy,
dapur í bragði: „Dráttarvélin
er komin 17 mílur áleiðis. Það
fennir, og flöggin virðast, vera
að fara í kaf. Þegar þeir fara
framhjá flaggi í ógáti aka þeir
í hring, unz þeir finna það. Og
sum flöggin eru fokin.“
Ég samdi skeytin til Poulters,
en ég hafði ekki mátt til að
senda það. Aldrei á ævi minni
hefir mér fundizt ég vera
vesælli en þá.
Næsta morgun, eftir kvala-
fulla martraðarnótt, fannst mér
ég vera staddur enn á ný á
landamærum meðvitundar og
meðvitundarleysis. Þetta var
kaldasti dagur vetrarins. Mælir-
inn í kofanum sýndi 63 stiga
frost — það var svo kalt, að ég
gat ekki dregið andann, þegar
ég leit út. Ég forðaðist að horfa
í norðurátt, því að ég vissi að ég
yrði aðeins fyrir vonbrigðum;
þó gerði ég það, ef vera kynni,
að ég sæi ljós dráttarvélarinn-
ar í fjarska. Ég fékk hjartslátt
þegar ég kom auga á flöktandi
ljós, en það var aðeins stjarna
niður við sjóndeildarhring.
í fimm daga lifði ég í hræði-
legri angist, því að ég gat ekki
náð sambandi við Litlu Ame-
ríku. Ég lyfti hleranum upp
mörgum sinnum á dag, til þess
að gá í norðurátt; og oftast lét