Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 125
ALEINN
123
ég blekkjast af flökktandi ljós-
'um, sem við nánari athugun
reyndust vera stjörnur. Loks,
hinn 26. júlí, heyrði ég ógreini-
legan orðaflaum í hlustunar-
tækinu. Ég gat seint og síðar-
meir skilið, að Poulter hefði snú-
ið aftur til aðalbækistöðvarinn-
ar, eftir að hafa misst af slóð-
inni, er hann var kominn 52 míl-
ur til suðurs. Það var ekkert ann-
að að gera en bíða betra veðurs.
Þannig endaði júlímánuður.
Þegar ég fletti við blaðinu á
veggalmanakinu, sagði ég við
sjálfan mig: „Þetta er sextug-
asti og fyrsti dagurinn síðan ég
fekk fyrsta áfallið. Það hafa
raunverulega ekki orðið neinar
toreytingar síðan. I5g er enn þá
einn.“ Og allt í kringum mig
gat að líta merki þess, hvernig
komið var fyrir mér. Niður-
suðudósir, sem hálfétið var úr,
lágu á víð og dreif um kofann.
Bækur höfðu dottið niður af
hillunum, og ég hafði látið þær
eiga sig. Það var íslag á gólf-
inu, og veggir og loft var þakið
lirími.
En nú var dagurinn aftur í
nánd og hann hrakti níyrkrið
iengri og lengri spöl aftur á
bak. Um hádegisbilið kom
flagga-slóðin æ skýrar í Ijós.
Og eina óbuganlega von ól ég
nú í brjósti, og hún var sú, að
sjá sólina og dagsljósið hefja
göngu sína yfir jökulinn. Það
varð ég að sjá. Lífsviljinn gat
ekki sætt sig við minna.
Laugardaginn 4. ágúst lagði
Poulter aftur af stað. Hann
hafði nú tvo menn með sér og
hugðist fara hratt yfir suður
um jölmlinn.
Mig langar til að þurrka
sunnudaginn algerlega úr minni
mínu. Þegar ég vaknaði var ég
svo lasinn, að ég gat ekkert
borðað og svo úrvinda af
þreytu, að ég gat ekki tekið
hendi til neins. Hádegisfrétt-
irnar voru slæmar. Dráttarvél
Poulters hafði hrapað niður í
sprungu á jöklinum og hann
var að reyna að ná henni upp.
Ég missti stjóm á mér. Hvers
vegna var ekkert gert til þess
að hjálpa honum? Ég hamaðist
á senditækinu: „Charlie, í guðs
bænum, hvað er að? Getur ekki
önnur dráttarvél komið til að-
stoðar? Notið öll hjálpar-
tæki.“
Charlie svaraði rólega. Það
væri engin ástæða til ótta;
Poulter hefði afþakkað alla að-
stoð. Svo sagði hann: „Dick,
sannleikurinn er sá, að við er-