Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 82
80
TJRVAL
verðu kyrrlæti og þolinmæði, og
svo fóru þeir, þegar þeir sáu, að
ekkert gekk. Líklega hefir hver
um sig hugsað, þegar hann fór:
„Kannski gengur það betur
næst.“
Forvitni mín var vakin. Það
runnu á mig tvær grímur. Ég
spurði sjálfan mig, hvort ég
væri ekki að bregðast skyldu
minni á vissan hátt. Rannsókn
á eðli Eskimóanna var að
minnsta kosti önnur ástæðan til
dvalar minnar hér. Allir mann-
fræðingar, sem mér voru kunn-
ir, höfðu lagt sérstaka áherzlu
á að kynna sér kynferðislíf
frumstæðra þjóða, ef til vill var
það vegna þess, að samskipti
kynjanna meðal siðaðra þjóða
gáfu meiri sálfræðilegar en líf-
fræðilegar upplýsingar. En ég
átti við undarlega erfiðleika að
etja. Þeir voru ekki í því fólgnir
að standast freistingarnar,
heldur hinu, að verða fyrir
þeim.
Ég minntist á þetta við
Paddy, og hann brosti:
„Þær eru ekki verulega að-
laðandi, Eskimóakonurnar,“
samþykkti hann. Og hann bætti
við með þessu göfuga yfirlætis-
leysi, sem reisir heimsveldin:
„Það er lýsislyktin af þeim,
hana get ég aldrei þolað.“
Hann þagði andartak, en hélt
svo áfram: „Þó er ég mest undr-
andi yfir mönnunum þeirra. Eg
ætla ekki að nefna nöfn eða
staði, en ég man, að einu sinni
var maður, sem hafði fiækst
svo mörg ár hér eftir ánni, að
hann var hættur að setja svona
smámuni fyrir sig, og hann
leigði eina af þessum konum.
Hún borðaði með okkur morg-
unmat daginn eftir —.“
En það er bezt ég segi 3Ög-
una með eigin orðum, því að
hún blandaoist fljótt saman við
athuganir sjáifs mín.
Konan hafði beðið út í homi
líkt og skynlaus skepna, og eins
og venja er, horfði hún fast
niður á gólfið. Hvíti maðurinn
gaf henni bendingu, og hún kom
að borðinu, gekk þessu snígils-
göngulagi. Ekkert göngulag er
jafn óyndislegt og ómannlegt.
Þegar hún var komin í stólinn,
húkti hún þar hreyfingarlaus,
þangað til hvíti maðurinn upp-
öi'vaði hana og hvatti til að
borða og drekka. Hún rétti hægt
út höndina og tók upp skeið —
en skeiðin datt úr hendi hennar.
Hvíti maðurinn varð að taka
hana upp.