Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 67
Gerðar hefir verið með
góðum árangri —
Uppskurður við hugsýki
Grein úr „Sunday Dispatch",
eftir Edward H. Spire.
'T'VEIR brezkir læknar hafa
nýlega gert uppskurð, sem
virðist leiða í ljós þann mögu-
leika, að takast muni að lækna
hugsjúka menn.
Þessir tveir læknar staðfestu
eldri getgátur um það, að til
væru vissar ,, áhyggjustöðvar‘ ‘ í
heilanum, með því að taka þær
úr sambandi við aðra hluta
heilans.
Með þessari aðferð tókst þeim
að breyta sjúklingi, sem var
áltaflega taugaóstyrkur, feim-
inn og hugsjúkur, í hamingju-
saman og duglegan mann.
Bezta hjálpin, sem hingað til
hefir mátt vænta í þessum sök-
um,hefir verið orðtakið: „Hafðu
engar áhyggjur" eða þá hið
gamla læknisráð, að hvílast,
breyta um umhverfi og hafa
reglulegar máltíðir.
Reyndar hafa verið ýmsar
sálfræðilegar aðferðir við hug-
sýki, en einkum þegar um svo
slæm tilfelli hefir verið að ræða,
að sjúklingurinn yrði að öðrum
kosti að fara á geðveikrahæli.
Athuganir á þessum „á-
hyggjustöðvum“ gerði fyrstur
manna portúgalski skurðlækn-
irinn, prófessor Moniz. Aðferð-
ir hans voru að því ley^ti frá-
brugðnar öðrum nútíma aðferð-
um á þessu sviði, að hann leit á
sjúkdóminn með augum líf-
færafræðingsins og skurðlækn-
isins, en alls ekki með augum
sálfræðingsins.
Áform hans voru að nema
burt áhyggjur, og það hugðist
hann gera með skurðhnífnum.
Hann gekk út frá þeirri hug-
mynd, að fremsti hluti heila-
barkarins hefði ao geyma ýmsar
sálrænar tengistöðvar, sem
stjórnuðu siðferðis- og siðgæðis-
hugsunum vorum, á líkan hátt
og aðrar stöðvar í heilanum
stjórna skynfærum vorum og
hreyfingum.
Hann rannsakaði sjúklinga,
sem höfðu fengið áfall á fram-