Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 97
Kanntu aS lesa?
Hve hratt lestu?
Grein úr „Liberty",
eftir Ruth McCoy Harris.
T ANGAR þig til að vita hve
hratt þú lest? Náðu þá í
blýant og klukku. Lestu grein
þessa á enda og skrifaðu niður
tímann, sem það tekur þig.
Lestu með þeim hraða, sem þér
er eiginlegur. Aftast eru svo
spurningar um efnið og af svör-
unum við þeim má sjá hve góð
eftirtekt þín er. Ertu viðbúin?
„Þeir sem lesa hægt lesa illa,“
segir Norman Lewis, höfundur
bókarinnar Hvernig á aö lesa
hraöar og betur? Menn lesa
hratt ef þeir hugsa hratt, hafa
góða sjón, mikinn orðaforða og
góða menntun. Reynslan er sú,
að þeir sem lesa hratt taka bet-
ur eftir heídur en hinir, sem.
sníglast áfram.
Lewis kennir hraölestur við
skóla einn í New York, og er
hann þeirrar skoðunnar að lest-
ur sé þýðingarmest allra náms-
greina. Öll störf kref jast kunn-
áttu í lestri. í Ameríku eru 4%
af fullorðnu fólki ólæst, en 60%
er ekki eins vel læst og ákjós-
anlegt er. Milljónir manna, sem
aldrei líta í blað eða bók, myndu
fá áhuga á lestri, ef hann væri
þeim ekki jafn erfiður og raun
er á, vegna rangra aðferða.
Börn, sem lesa illa, hljóta að
eiga erfitt með allt nám. Flestir
glæpamenn voru skussar við
lærdóminn í æsku, en megin-
vinar míns, en árangurslaust.
Nú, þegar ég skrifa þessar
línur, liggur hann ef til vill í
gröf sinni, við rætur banana-
trés. Eða hann situr inni í sext-
án herbergja íbúðinni sinni og
les reyfara, eða athugar reikn-
ingana yfir eignir sínar í Lond-
on og New York. Þær hljóta að
fara ört vaxandi um „meira en
þúsund dollara á dag — hvað
svo?“