Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
sveiflugangi strengsins er um-
breytt í rafmagnsveiflur, sem
eru síðan magnaðar með raf-
eindalömpum. Á þennan hátt
má komast af með styttri og
slakari strengi og fá úr þeim
sama tónmagn sem úr löngum,
háspenntum strengjum stærstu
hljómleikaflygla.
Mögnunarkerfið er í einu
tengt öldustilli viðtækisins, upp-
tökutækjum grammófónsins og
útbúnaði þeim, sem breytir
sveiflugangi strengjanna í raf-
magnssveiflur. Merkilegust
mun útvarpsfræðingum þykja
aðferðin til að mynda og magna
tónana. Alkunnugt er, hvernig
nota má rafmagnsþétti sem
hljóðnema. Hér er að ræða um
samskonar fyrirkomulag að því
leyti, að hverjmn streng hinna
88 nótna er tengdur örsmár
þéttir. Fyrirkomulagið er þó
sérstætt að því leyti, að streng-
urinn sjálfur verkar sem önnur
þéttisplátan, en til hinnar svar-
ar látúnshnappur, sem festur er
mjög nálægt strengnum, án þess
að til snertingar komi. Hér um
bil 150 volta rakstraumsspenna
er lögð á þéttinn, sem er rað-
tengdur viðnámsleiðslu, er nem-
ur 5 stórómum (5 megohm).
Þegar strengurinn er sleginn
með píanóhamrinum, fer hann
að sveiflast, og við það tekur
þéttirinn reglubundnum rýmd-
arbreytingum, hleðst og af-
hleðst samstiga strengsveiflun-
um, en þetta veldur ofurveikum
riðstraumi, sem flýtur fram og
aftur um viðnámsleiðsluna og
er nákvæm eftirmynd streng-
sveiflnanna. Það er einmitt
spennubreytingin í viðnáms-
leiðslunni, sem lögð er á grind-
ina í mögnunarlampanum.
Þessir 88 þéttar eru allir á
jarðspennu strengs megin, og
hinir 88 upptökuhnappar eru
raðtengdir saman í tvo hópa.
Hnappar þessir gegna jafn-
framt öðru mikilvægu hlut-
verki, en í því eru fólgnir mikl-
ir yfirburðir þrínisins um fram
píanó venjulegrar tegundar.
Það hefir sem sé jafnan verið
eitt af aðalvandamálum píanó-
smiða að tryggja jafnvægan
tónstyrk á öllum nótunum. En
tónstyrkur hverrar nótu þrínis-
ins er tempraður í verkstöðinni
með því að færa upptökuhnapp-
inn nær eða f jær strengnum. Sé
hann færður nær, eykst tón-
styrkur hlutaðeigandi nótu, en
minnkar, sé hann færður fjær.
Með þessu má ná jafnvægari
tónstyrk en á venjulegt píanói.