Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 71
BYGGIÐ HÚS YÐAR SJÁLFIR
69
frá sænsku húsunum og hvernig
við ætlum að nota þau. Ég var
aðeins í nokkra daga í Stokk-
hólmi, en varði heilum degi til
að kynna mér húsin og allt
varðandi þau.
Tilbúin hús hafa verið algeng
í Svíþjóð um margra ára skeið
og Stokkhólmsborg notar þau
mikið í svokölluð garðahverfi.
Ég athugaði eitt slíkt hverfi,
sem er tuttugu mínútna keyrslu
frá aðalviðskiptahverfi borgar-
innar. Þar munu hafa verið ekki
færri en 6—7000 slík hús. Þau
elztu voru um tuttugu ára göm-
ul, en virtust sem ný. Þau voru
að sumu leyti viðkunnanlegri
en nýrri húsin því að garðarnir
í kring um þau voru fallegri og
settu sinn svip á umhverfið. En
meira máli skiptir þó, að eig-
endurnir byggðu þau sjálfir, og
má af því marka hve auðvelt er
að koma þeim upp. Kunnáttu-
menn gætu reist þessi hús á af-
arskömmum tíma.
Húsin voru byggð á þriðja
tug aldarinnar. Aðaltilgangur-
inn var sá að veita fólkinu svig-
rúm, því að íbúðirnar í Stokk-
hólmi voru dýrar og þessvegna
litlar. Og hið aukna svigrúm
átti að kaupa eins lágu verði
og kostur var á. Á byggingar-
efninu var ekki hægt að spara
mikið, því að húsin urðu að
vera vönduð vegna vetrarkuld-
anna og auk þess var bærinn
því mótfallinn að hrófað væri
upp mörgum óvönduðum húsum.
Sparnaðurinn varð því að koma
á vinnuna. í umræddu garða-
hverfi bjuggu einvörðungu
miðstéttarmenn, skrifstofu-
menn, lögregluþjónar, iðnaðar-
menn o. s. frv. Umsækjendur
snúa sér til bæjaryfirvaldanna
og greiða um leið fyrstu árlegu
afborgunina, bæði af lóðinni og
húsinu. Innan fárra daga er
komið með fyrsta efniviðinn í
húsið. Eigandinn, kona hans og
einhverjir hjálpsamir nágrann-
ar grafa fyrir grunninum, því
að öll sænsk hús eru reist á
grunni. Það eykur húsrýmið og
þykir auk þess hlýrra. Síðan
sendir bærinn hóp faglærðra
manna, sem steypa kjallarann.
Það, svo og vinna við leiðslur
innanhúss, er eini aðkeypti
vinnukrafturinn. Allt annað
getur eigandinn gert sjálfur eða
að mestu leytu sjálfur.
Ég sá mörg hús í smíðum. Á
sumum var verið að steypa
kjallarann og á öðrum að setja
upp veggina. Þeir eru gerðir úr
löngum og mjóum flekum, jafn-