Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
orsök þess var léleg lestrar-
kunnátta.
Æfing er nauðsynleg til þess
að auka leshraðann. Á hverjum
degi ættu menn að verja á-
kveðnum tíma til þess að ná
betri árangri í þessum efnum
og til þess að auka sjónvíddina.
Augun lesa ekki orðin sé þeim
rennt viðstöðulaust eftir línun-
um, heldur á meðan þau staldra
lítið eitt við. Þeim mun meiri
sem sjónvídd augnanna er, þeim
mun fleiri orð sjá menn í einu
og þeim mun hraðar lesa þeir.
Góður lesari les venjulega línu
í bók í tveim eða þremur áföng-
um, en lélegur lesari staldrar
við hvert orð. Ágætur lesari sér
alla línuna í einu, og getur les-
ið mjóa dálka með því að renna
augunum beint niður og án þess
að skotra þeim frá vinstri til
hægri. Þessa list kunni Theo-
dore Roosevelt og var um hann
sagt, að hann læsi heila blað-
síðu í einu vetfangi, sem auðvit-
að er gersamlega ómögulegt.
Hann renndi augunum niður
blaðsíðuna og vissi þá megin-
efni hennar.
Dr. Stella S. Center við New
York háskólann er þeirrar skoð-
unar, að versta lestraraðferðin
sé sú að lesa hvert orð og stagl-
ast á þeim. Flestir, sem lesa
hægt, bera fram orðin annað-
hvort upphátt eða í hljóði.
Ef menn vilja ganga úr
skugga um hvort þetta hend-
ir þá, ættu þeir að snerta var-
irnar og barkann á meðan þeir
lesa. Þau bærast, ef orðin eru
borin fram. Þá er ráð að lesa
létt efni, svo hratt, að ekki
vinnist tími til að mynda orðin,
og að beina allri athyglinni að
efninu. Menn hafa fyrst bæði
gagn og gaman af lestrinum,
þegar óskiptri athygli er beint
að efninu.
Öllum lestrarsérfræðingum
ber saman mn, að lítill orðaforði
hamli góðum leshraða. Menn
ættu ekki að nema staðar og
leita í orðabók að hverju því
orði sem þeir ekki skilja, held-
ur að lesa minnsta kosti máls-
greinina á enda. Meining orð-
anna sést oft af samhenginu.
Mikill orðaforði fæst ekki með
því að fletta upp í orðabók að
staðaldri, heldur með aukinni
menntun, góðri eftirtekt og heil-
brigðri forvitni.
Lewis ráðleggur nemendum
sínum að lesa bækur inn mann-
kynssögu, náttúrufræði, sálar-
fræði, stærðfræði og þjóðfélags-
fræði, en jafnframt telur hann