Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 123
ALEINN
121
ina, ef þeir teldu hana hættu-
lega.
Charlie sagði, með sömu
rólegu röddinni, að sér þætti
leitt að ég hefði skilið hann
þannig. Hann hélt áfram: „Ég
vildi aðeins láta í ljós, að ég
skil mæta vel hvaðþessirþrírog
hálfur mánuður hafaveriðlang-
ir og ég skil líka, hvað það væri
leiðinlegt, ef dráttarvélarnar
yrðu á eftir áætiun.“ Hann tal-
aði lengi, en ég fylgdist ekki vel
með, því ég hafði hjartslátt og
svima. Ég brölti í svefnpokann.
Þetta var þriðja áfall mitt, og
þar sem ég var búinn að vera
sárveikur í fimm vikur, reið það
mér nærri að fullu. Enn einu
sinni varð ég að fara vel með
kraftana og fara mér hægt.
Kvalirnar voru komnar aftur,
með uppsölum og svefnleysi.
Andlitið, sem ég sá í rak-
speglinum þessa daga, var and-
lit gamals og hrörlegs manns.
Kinnarnar voru innfallnar, hör-
undir hrúðrar eftir kalsár og
augun blóðhlaupin. Rifin stóðu
út úr holdinu og skinnið lá
laust á handleggjunum. Ég vóg
180 pund, þegar ég lagði upp í
ferðina. Ég efast um, að ég hafi
verið yfir 125 pund í júlí.
Hinn 15. júlí skýrði Murphy
frá því, að reynsluferðir Poult-
ers hefðu tekizt vel og hann
myndi leggja upp fyrir alvöru
fyrsta góðviðrisdaginn eftir 20.
júlí. Ég svaraði: „Verið alveg
vissir um að þið farið ekki út
af slóðinni eða verðið benzín-
lausir. Teflið ekki lífi mann-
anna í hættu.“
Murphy sagði þá: „Við hlust-
um á þigáfimmtudaginneinsog
venjulega og tvisvar á dag úr
því.“ Ég reyndi að láta hann
vita, að ég hefði heyrt þetta, en
kraftar mínir voru þrotnir. I
dagbókinni í Litlu Ameríku
stendur eftirf arandi: „Byrd
sagði þá: „Allt í lagi. Hlustið
tíu mínútur daglega mhindh
dolking K.“ Dyer bað hann að
endurtaka setninguna ... ekk-
ert svar.“
Jafnvel nú, fjórum árum síð-
ar, er þetta allt saman ákaflega
skrítið. Ég laug, og leiðangurs-
mennirnir í Litlu Ameríku lugu
líka. Mismunurinn var sá, að
þeir grunuðu mig um að ég væri
að fara á bak við þá og höfðu
soðið saman skröksögu til að
blekkja mig.
Það lítur út fyrir, að Charlie
Murphy hafi í síðustu viku
júnímánaðar farið að gnma, að
ekki væri allt eins og það átti