Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 25
ÞRÍNIÐ — PlANÓ FRAMTlÐARINNAR
23
Mögnunarkerfið má heita
hjarta tækisins, og við það er
öll gerð þess miðuð. Mögnunar-
lamparnir eru þannig gerðir, að
verkan þeirra sé sem jöfnust á
öllum tónsviðum. Notaðir eru
eingöngu þriggja skauta lampar
til þess að tryggja sem hrein-
asta hljómmyndun. Til þess að
kostir mögnunarlampanna nýt-
ist til fulls, er í tækinu hafður
hljóðgjafi beztu tegundar, sem
tekur yfir allt tíðnisviðið frá
30 riðum til 15000 riða, svo að
hann nær ekki aðeins öllum
grunntónum píanóstigans, held-
ur einnig yfirtónum hæstu
nótnanna.
Þrír síðustu mögnunarlamp-
arnir eru jafnframt hafðir til
hljóðmögnunar í viðtækinu og
grammófóninum.
I anda Spartverja.
Um það bil, sem ég var að ljúlca námi, skeði það, að einka-
dóttir dr. Walkers, prófessors í slturðlækningum við læknaskól-
ann, veiktist af botnlangabólgu. Dr. Walker ákvað að sicera
hana upp sjálfur í viðurvist nemenda sinna. Eg aðstoðaði við
svæfinguna. Þegar langt var liðið á uppskurðinn, hvíslaði ég að
prófessornum, að hjarta sjúklingsins væri að gefa sig. Dr. Walk-
er sagði mér að gera það sem við átti, sem ég og gerði, en það
kom fyrir ekki, stúlkubarnið dó á skurðarborðinu. Þegar ég sagði
honum það, kinkað'i hann kolli og hélt áfram aðgerðinni, saum-
aði saman skurðinn og batt síðan um. Því næst sneri hann sér
að nemendum sínum og sagði:
„Piltar mínir, sjúklingurinn, dóttir min, er dáin fyrir um það
bil tíu mínútum. Ég hafði litla von um að bjarga henni, en ákvað
samt að reyna uppskurð. Megintilgangur minn með því að ljúka
aðgerðinni, var að innprennta ykkur sem skýrast nauðsyn þess
að ljúka svona aðgerð, svo að það hendi ykkur aldrei mistök af
þeim sökum að þið hættið við uppskurð áður en honum er lokið.
Minnist þessa — ljúkið við uppskurð, jafnvel þó að sjúklingurinn
deyi á slíurðarborðinu."
Dr. William E. Aughinbaugh í ,,I Swear by Apollo.“