Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 52
50
TjTRVAL
fylgdu þeir okkur niður hlíð-
argötuna — og grétu.
Ég lagði hugrökk upp í þenn-
an 45 mílna leiðangur til flug-
brautarinnar, en úr kjarknum
dró þó til muna eftir fyrsta hálf-
tímann. Hinn jafni og stöðugi
gönguhraði hermannanna var
mér um megn. Við skriðum yfir
fallna trjáboli, stikluðum af
trjárót á trjárót og óðum aur
og bleytur. Um miðdegi var ég
svo máttfarin og æst á taugum,
að mig langaði til að hljóða.
Decker var ámóta vesældarleg-
ur, en hvorugt okkar vildi láta
hugfallast. Við vissum sem var,
að það var ógerningur fyrir
hina, að bera okkur yfir svo
illfæran veg.
Er fylgdarlið Móses kom til
landsins helga forðum daga,
hefir varla við því blasað feg-
urri sjón en okkur opnaðist, er
við stóðum á síðasta hjallanum
ofan við miðsvæði Leynidals.
Framundan okkur lá frítt land
og frjósamt, umgirt háum tind-
um Oranje-fjallgarðsins. Rauð-
brún á liðaðist um grænt undir-
lendi dalsins. Þarna niðri mátti
greinilega sjá flugbrautina og
svolitla ameríska herbúð. Fall-
hlífarhermennirnirþrír, sem eft-
ir höfðu orðið, höfðu bersýni-
lega ekki setið auðiun höndum.
Walters höfuðsmaður skálm-
aði syngjandi inn í herbúðina,
en loftskeytamaðurinn í eftir-
litsvélinni spilaði viltan „búggi-
vúggí“ undir á grammófón, sem
hann þennan daginn hafði með-
ferðis.
Liðþjálfarnir Baylon og Val-
asco biðu ekki boðanna við að
sýna mér „dyngjuna,“ sem þeir,
ásamt Obrenica liðþjálfa, höfðu
reisthanda mér. Þeir höfðu hólf-
að sundur eitt tjaldið og helgað
mér annan hluta þess. Þar inni
var fyrir komið dúnmjúkri
hvílu úr grasi, sem fóðruð var
með fagurlegum rekkjulökum
úr gulum fallhlífardúk. Bg var
hrærð af allri þessarri hugul-
semi. Allur mnbúnaður var allra
fyrsta flokks. Meira að segja
var þarna baðker úr vatnsheld-
um pappa. Þetta var sannkall-
að Grand Hótel, og gestirnir
voru þakklátir af hjarta.
Eftirlitsflugvélin kastaði tii
okkar dálitlum sekk með mislit-
um skeljum, er við skyldum
nota sem gjaldmiðil gagnvart
hinum innfæddu. Árangurinn
var undraverður. Fyrr en varði
höfðu liðþjálfarnir keypt sjö
grísi. Einn þeirra var kallaður
„Maggí,“ mér til heiðurs 1