Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 48
46
tJRVAL
Hún var virðuleg, hæglát og
feimin eins og vera bar.
Við vorum þeirri stund fegin,
er McCollom hafði búið um okk-
ur til hvíldar undir nóttina. En
það var skammgóður vermir.
Ekki var klukkustund liðin, unz
við vorum umkringd að nýju af
Svarta-Pétri og mönnum hans.
Þeir stóðu þarna með svínsflesk,
kartöflur og banana í framrétt-
um höndum. „Þeir vilja halda
okkur veizlu,“ muldraði McColl-
om.
Við reyndum að gera þeim
skiljanlegt, að við værum bæði
þreytt og þjáð. Pétur, sem hlýt-
ur að vera gæddur mjög nær-
gætnum tilfinningum í sínu
hrafnsvarta hjarta, samsinnti
undir eins, þusaði eitthvað í af-
sökunartóni og bandaði mönn-
um sínum burt.
Um miðja nóttina streymdi
hitabeltisrigningin yfir okkur
úr opnum flóðgáttum himinsins.
Karlmennirnir lágu hærra, svo
að þeir fóru eldti beinlínis á
flot. Ég sá því þann kost vænst-
an að flytja mig upp til þeirra.
„Herra minn trúr!“ rumdi
McCollom. „Losnum við aldrei
við þessa kvenpersónu.“
Um hádegi næsta dag sveim-
aði flugvélin enn að nýju yfir
okkur. Við fengum meiri mat-
væli og var skýrt svo frá að
tveir hjúkrunarliðar mundu
stökkva út í fallhlífum, tveim
mílum neðar í dalnum.
Þegar ég loks sá álengdar
þessa tvo bjargvætti koma
gangandi eftir götuslóðanum,
gat ég ekki tára bundizt. Á
undan gekk Rammy Ramirez
undirforingi. Hann var svolítið
haltur að sjá, en andlitið var
uppljómað af þýðu brosi. Hann
hressti taugarnar betur en þús-
und dollara seðill. Á eftir hon-
um kom Ben Rulato liðþjálfi,
sem er einn hinn elskulegasti
og geðþekkasti maður, sem guð
hefir sent í þennan heim.
Bæði Bulatao, sem við köll-
uðum alltaf doksa, og Rammy
eru Filippseyingar, og sama má
segja um alla hermennina, sem
síðar komu okkur til hjálpar.
Þessir tveir ágætismenn brettu
nú upp ermarnar og byrjuðu
starfið. Rammy hoppaði á öðr-
um fæti kringum okkur, eins og
steindepill, því að hann hafði
tognað um öklann við lending-
una.
Doksi fór í marga leið-
angra út í skóg eftir birgðum.
Um dagsetur kveiktu þeir okk-
ar fyrsta bál og hituðu handa