Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 99
HVE HRATT LESTU?
97
æskilegt, að þeir lesi léttara
efni innanum og samanvið.
Lestur fræðibóka eykur mennt-
un manna, en þekkingarskortur-
inn stendur lélegum lesurum
fyrir þrifum. Þeim mun fróðari
sem menn eru, þeim mun fljótar
lesa þeir.
Það er að sjálfsögðu nauðsyn-
legt að haga leshraðanum eftir
efninu, sem menn lesa. Húsmóð-
ir, sem kynnir sér nýja köku-
uppskrift, og húsbóndi, sem at-
hugar leiðarvísi að uppsetn-
ingu útvarpstækis, verður að
ganga úr skugga um að ekkert
gleymist. Öðru máli gegnir um
léttar skáldsögur og annað lít-
ilfjörlegt efni. Þar má fara
hratt yfir þá kafla, sem ekki
snerta sjálft meginefnið, án
þess að komi að sök. Að stikla
á stóru er ekki hið sama og fara
yfir á hundavaði. Hið fyrra er
hæfileikinn að sjá í fljótu bragði
hvað skiptir mál í hverri grein,
og er það harla nauðsynlegt sér-
hverjum manni.
Hver er leshraði þinn ? Meðal-
hraði er 225 orðámínútu,enþað
nægir þó ekki til þess að hafa
ánægju af lestri blaða og tíma-
rita. Gagnfræðaskólanemendur
eiga erfitt uppdráttar ef þeir ná
ekki 300 orða leshraða og stúd-
entar, sem ekki ná 350 orða
hraða. f nokkrxnn starfsgrein-
um eru 600 orð of lítið og hefir
dr. Center tekizt að bæta þann
árangur hjá sumum mönnum,
sem til hans hafa leitað. Lewis
les 800 orð á mínútu og fer enn
fram. Það virðist lítil takmörk
fyrir þeim leshraða, sem menn
geta tamið sér með mikilli æf-
ingu.
Flest fullorðið fólk getur
aukið leshraða sinn um allt að
35 %, með æfingunni einni.
Hvað segir nú klukkan?
Deildu með mínútufjöldanum í
töluna 730, sem er orðaf jöldinn
hér að framan, og þá færðu les-
hraða þinn. En athyglin? Svar-
aðu þessum spurningum án þess
að líta á greinina aftur. Þú færð
10 stig fyrir hvert svar sem er
rétt. 80 eru sæmilegur árangur.
1. Það fer margt framhjá
góðum lesurum. Rétt?
Rangt?
2. Lítill oroaforði hamlar
hröðum lestri. Rétt ? Rangt ?
3. Ef hvert orð er borið fram,
skilst efnið betur og orða-
forðinn eykst. Rétt?
Rangt?
4. Theodore Roosevelt las