Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 41
1 SÆLUDALNUM Á NÝJU GUINEU
39
hvort mér mundi nokkurn tíma
auðnast að komast gegnum
frumskóginn á sokkaleistunum.
Við vissum, að okkar mundi
verða leitað. Fyrsta leitarflug-
vélin flaug þennan morgun
þarna um. McCollom þreif
spegilinn úr merkjakassanum
og snéri honum aftur og fram
af miklum móði. Þeir sáu okk-
ur samt ekki, en okkur varð öll-
um margfalt rórra við fullviss-
una um, að þeir voru að leita að
okkur.
Mistur og regn féll yfir okk-
ur, er á daginn leið, að
venju. Ég kúrði mig niður
undir ábreiðuna hjá Láru.
Hún var hræðilega eirðarlaus.
Morfínið, sem við gáfum henni,
gat jafnvel ekki sefað hana. Ég
blundaði stundarkorn, en þegar
ég vaknaði aftur, var Lára svo
undarlega ógnarþögul, að mér
hrylti við. Ég hrópaði á McColl-
om. Hann brá þegar við og
þreifaði á úlnliðnum hennar
eftir æðaslættinum. — Hann
mælti ekki orð, en sótti annað
teppi og sveipaði því utan um
hana og lagði hana síðan við
hliðina á Eleanor. Ég hefði
sannarlega átt að fyllast djúpri
sorg yfir aförifum þessarar
ágætu vinstúlku minnar, en allt
sem ég gat hugsað, var þetta:
„Nú á ég skóna hennar.“
McCollom kveikti í sígarettu
og gaf mér. Hann dvaldi hjá
mér þar til dagur rann. Enginn
nótt önnur getur nokkurtíma
orðið svona löng sem þessi.
JT’R birta tók, héldum við af
stað niður hlíðina. McCol-
om vafði vatndósunum,
brjóstsykrinum og tveimur
vasaljósum í stóran böggul,
sem hann bar sjálfur, og útbjó
annan minni handa Decker.
Mér fékk hann litla krús með
dagskammtinum: 2 vatnsdósum
og handfylli af brjóstsykri.
McCollom gekk fremstur, ég
í miðju og Decker rak lestina.
Allar angalýjur frumskógar-
ins teygðu sig út eftir okkur.
Hárið á mér, sem eftir var, fest-
ist hér og þar, og förunautar
mínir urðu alltaf öðruhvoru að
greiða úr flækjunni. Loks sagði
ég örvingluð: „Góði John,
stífðu það af.“ Þá tók McCollom
upp vasahníf sinn og skar allt
hárið burt, f jóra sentímetra frá
hársverðinum.
Við klifruðum ofan í snar-
bratt gil og fylgdum því. Innan
skamms þurftum við að fóta
okkur í hörðum lækjarstraumi,