Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
þúsundir mílna í burtu, og
hrygna þar. Þetta skyldu-átak
gerir þá örmagna, og þeir lifa
það aldrei af.
Hin reglubundnu ferðalög
fardýranna eru einhver mikil-
vægasti þátturinn í viðhaldi
lífsins í dýraríkinu. Hin mörgu
og ólíku afbrigði ferðanna eiga
ekki annað sameiginlegt en
markið og árangurinn: fram-
hald lífsins. Mikill hluti af dýra-
lífi jarðarinnar myndi senni-
lega vera horfinn úr sögunni
fyrir löngu, án þessara reglu-
bundnu ferðalaga.
co^oo
í þögn.
Þrír aldraðir bændur sátu einir gesta í veitingakrá og drukku
bjór í þögulli íhugun.
„Heyrðu mig, Jarge,“ sagði einn allt í einu, „hvernig spruttu
kartöflurnar hjá þér?“
„Vel,“ tautaði Jarge, og svo var þögn í tíu mínútur, en þá
sagði Jarge: „Hvernig spruttu kartöflurnar hjá þér, Alf?“
„Betur en hjá þér.“ var svarið; og aftur var löng þögn, þangað
til Alf snéri sér að þeim þriðja og sagði: „Og hvemig spruttu
kartöflurnar hjá þér Tom?“
Það var löng þögn, loks sagði Tom:
„Þið fáið mig ekki til að stæla við ykkur um kartöfluupp-
skeiuna.“ og þar með var samtalinu lokið.
— Newcastle Journal.
*
Strokumaðurinn.
Nonni litli, sem var fjögra ára, va.r alinn upp samkvæmt nýj-
ustu kenningum barnasálarfræðinnar. Dag nokkurn, þegar haim
reiddist við móður sína og lýsti því yfir, að hann vildi ekki vera,
heima lengur, sagði móðir hans, að hann skyldi bara fara. Nonni
tók saman það helzta af dótinu sínu og fór út.
Hálfri stundu síðar sá einn nágrannanna, hvar Nonni gekk
fram og aftur eftir gangstéttinni með litla tösku í hendinni.
„Hvert ert þú að fara, Nonni?“ spurði nágranninn.
„Eg er að strjúka að heiman,“ svaraði Nonni alvarlegur.
„Þú kemst aldrei langt með því að ganga svona fram og aftur
eftir gangstéttinni."
„Nei,“ anzaði Nonni, „en ég má ekki fara út á bílagötuna.“
— Edward H. Goldman í „Coronet."