Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 22
20
tJRVAL,
Líklegt er, að notkun raf-
eindalampans í ýmsum hljóm-
listartækjum verði mikilvægur
þáttur í hagnýtingu rafeinda-
vísindanna árin næst eftir styrj-
öldina. Píanó, sem hefir engan
hljómbotn, en felur í sér við-
tæki og grammófón, þannig að
öll þessi þrjú tæki hafi sama
straummagna og hljóðgjafa
(,,hátalara“), mun verða talið
meðal furðuverka þessarar ald-
ar ásamt sjónvarpi, tíðnimótun,
ljósprentun, loftskeytamiðun og
öðrum uppgötvunum, sem
grundvallast á rafeindalampan-
um.
Þetta þrefalda hljómlistar-
tæki heitir þríni (dynatone) og
hefir stundum verið kallað
„píanó framtíðarinnar." Það er
upphugsað af Arthur C. Ansley,
loftskeytafræðingi og útvarps-
tækjaframleiðanda í New
York.*)
Tæki þetta er þannig hugsað,
að það geti orðið miðdepill alls
*) Þessi fullyrðing fær vist ekki
staðizt, og er skylt að hafa það held-
ur, er sannara reynist. Hljóðfærið er
upp fundið af þýzka eðlisfræðingin-
um W. Nernst, sem hlaut eðlisfræði-
verðlaun Nóbels árið 1921, og mun
það hafa verið smíðað í fyrsta sinn
árið 1931 af Bechsteinfélaginu og
tónlistarlífs í heimahúsum, því
að það getur ýmist flutt tónlist
frá útvarpsstöðvum eða af
hljómplátum eða þá raunveru-
legan píanóleik. Hljóðfærið,
sem komið er fyrir í eins konar
spínettstokk aðeins 135 cm
löngum, 90 cm háum og 60 cm
breiðum, er ótrúlega fjölhæft í
notkun. Það er gert af svo full-
kominni tækni, að ekki er unnt
að greina það frá venjulegu
píanói, þegar leikið er á það, að
því er kunnur píanóleikari hefir
fullyrt, og þó hefir það alla þá
kosti tóngæða og tónfyllingar,
sem rafeindalampinn gerir til-
tækilega. Einn kostur tónmögn-
unar með rafeindalampa er sá,
að lágtónarnir hljóma með hæfi-
legum styrk, en styrking þeirra
hefir alltaf verið mikið vanda-
mál píanósmiða. Hins vegar má
leika á það fram á nætur án
þess að ónáða menn í öðrum
íbúðum hússins, ef hljóðmögn-
un er ekki beitt, þar eð tækinu
fylgir enginn hljómbotn. Tónn-
inn er sagður öllu skærari en
í beztu píanóum venjulegrar
nefnt þá „Neo-Bechstein píanó“ (sjá
„The Oxford Companion to Music"
eftir Percy A. Scholes, 288. og 718.
bls.) — Þýðandi.