Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 108
ALEINN
DOLLING veðurathugana-
^stöðin, þar sem ég dvaldi
einsamall vetrarlanga heims-
skautsnótt árið 1934, var reist
á skuggalegri auðn Rossjökuls-
ins, milli Litlu Ameríku bæki-
stöðvarinnar og Suðurpólsins.
Það var fyrsta veðurathugana-
stöðin, sem starfrækt var á
syðsta meginlandi heims.
í upphafi var það ætlun mín
að þrír menn — tveir veður-
fræðingar og einn loftskeyta-
maður — dveldu í stöðinni. En
þegar við komum til Litlu Ame-
ríku, var komið fram í miðjan
marzmánuð og vetur í aðsigi.
Vaxandi kuldi og myrkur ásamt
huldum jökulsprungum, gerði
ferðalög suður á bóginn stór-
hættuleg. Vinnuflokkur, sem
sendur var með dráttarvélar til
þess að byggja stöðina 123 míl-
um sunnar, varð fyrir margs
konar örðugleikum. Það vannst
ekki tími til að flytja þangað
birgðir handa þrem mönnum.
Einn maður varð að dvelja þar,
og þessi maður var ég sjálfur.
Ég gat ekki farið fram á, að
neinn undirmanna minna tæki
að sér þetta starf.
Auk þess hafði ég alltaf haft
mikinn hug á að reisa þessa
veðurathuganastöð. I leiðangri
mínum til suðurpólsins 1928—
30 hafði ég komizt á þá skoðun,
að veðurathuganir, sem gerðar
væru í slíkri stöð og bornar
saman við athuganir frá Litlu
Ameríku, myndu verða til þess
að auka verulega þekkingu
manna á veðurfari á suðurhveli
jarðar.
Og ennfremur langaði mig til
þess að fara, svo að ég gæti
kynnst einverunni. Eftir að
hafa lifað árum saman í ys og
þys margra leiðangra, varhugur
minn orðinn dálítið á reiki. Mig
langaði að lifa um stund í al-
gerðri kyrrð og einveru og festa
rætur í einhverri hollri lífsskoð-
un. Að því er líkamlega velferð
mína snerti var ég alls óhrædd-
ur, því að sem landkönnuður
hafði ég lært að treysta á sjálf-
an mig. En þar skjátlaðist mér
hrapalega, því að minnstu mun-
aði að ég týndi lífinu.