Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
heiðurs kónginum. Ég býst ekki
við, að þessir háu herrar, hafi
vitað af mér fyrr en ég skreið
f ram úr f ylgsninu. Allir gáf u þeir
samtímis frá sér ankannalegt
hljóð, þar sem saman fór undr-
un og fyrirlitning.
„Hún ætlar að koma á fyrir-
lesturinn," sagði Churchill um
leið og hann fór í sokkinn. Roð-
inn í kinnunum á mér hafði nú
færst upp í hársrætur.
„Það get ég ekki,“ sagði ég
vandræðalega. „Það er ómögu-
legt. Mér er ekki boðið. Og
kvenfólki er bannaður aðgang-
ur.“
„Hvað sem því líður,“ sagði
Churchill ákveðinn, „þá tala ég
ekki nema þér komið með.“
Nefndin var svo Ijót ásýnd-
um, að mér lá við yfirliði, en
slíkt hafði aldrei hent mig áð-
ur. Við fórum nú öll út úr her-
berginu og að lyftunni.
Á leiðinni niður varð Churchill
ekki mjakað frá ákvörðun sinni.
Annaðhvort kæmi ég með eða
hann segði ekki eitt auka-
tekið orð. Nefndin var í mesta
vanda og sagði í sífellu: „En
það er ekki hægt, hr. Churchill.
Reglur klúbbsins leyfa það
■ekki.“
Þegar við fórum út úr lyft-
unni, komst einn nefndarmann-
anna í færi við mig á meðan
Churchill átti tal við hina.
„Hananú,“ sagði sá góði
maður, „snauta þú nú í burtu
og hættu að ónáða Churchill."
„Ég?“ svaraði ég, og þurfti
ekki að gera mér upp undrunar-
tóninn. „Bg hefi aldrei ónáðað
hann.“
En hinn virðulegi nefndar-
maður ætlaði ekki að deila við
mig. „Farðu,“ fnæsti hann, og
ýtti mér inn 1 hliðarherbergi. Ég
fór og ég hefi aldrei orðið eins
fegin að komast frá nokkrum
stað. Ég skrifaði um samtalið
þá um kvöldið og þótti takast
vel. Keppinautur minn, Ernest,
var gulur og grænn í framan af
öfund, þegar hann las það dag-
inn eftir.
En sætleiki frægðarinnar og
öfund meðbræðranna megnuðu
ekki að má burt minninguna
um þá andstyggilegu stund,
þegar ég skreið undan rúminu í
herbergi Churchills, kafrjóð í
framan, í viðurvist leiðandi
manna í borginni. Tíminn græð-
ir sár, en sumar minningar
gleymast seint. Þessi minning
gleymist aldrei.