Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 45
1 SÆLUDALNUM A NÝJU GUINEU
43
skríktu og tautuðu í einum kór,
þegar þeir sáu sjálfa sig í spegl-
inum.
A Ð ÞESSU afstöðnu, var ég
orðin svo örrnagna, að ég
gat ekki lengur staðið 1 fæturna,
svo að ég settist. Blökkumenn-
irnir söfnuðust utan um mig æði
forvitnir, sem sízt var að furða.
Ég var svei mér sjón að sjá!
Vinstri vanginn var svartur af
brunasárum. Augnabrúnir og
augnahár voru sviðin af, nefið
var farið að bólgna, og hár-
stubbarnir risu á höfði mér,
eins og á reiðum ketti. Slíktútlit
gat hvergi vakið aðdáun, ef ekki
einmitt hjá villimönnum!
McCollom sýndi Svarta-Pétri
öll þau meiðsl, sem við Decker
höfðum hlotið. Pétur hristi
hausinn alvarlegur á svip og
tautaði: „On, ún, ún.“ Það
var eina orðið, sem við lærðum í
máli þessarra manna. Þegar
hinir svörtu ávörpuðu okkur,
hlustuðum við alltaf á þá með
andakt og muldruðum svo ann-
að veifið: „On, ún, ún.“ Það
féll þeim mæta vel í geð.
Áður en dalverjar yfirgáfu
okkur þennan dag, skiluðu þeir
aftur sjálfskeiðungnum, púður-
dósinni og brjóstsykrinum.
Þeir vildu aldrei þiggja af okkur
neinar gjafir.
Morguninn eftir kom herflug-
vél og kastaði birgðum til okkar
í fallhlífum. Þar á meðal var
lítil talstöð. McCollom var ekki
seinn á sér að koma henni fyrir
og hrópaði svo inn í taltrektina:
„Þetta er McCollom liðsforingi.
Svarið mér, ef þið heyrið.“ Sam-
stundis kom greinilegt svar:
„Þetta er flugvél nr. 311, sem
leitar að flugvél nr. 925.“ Þeir
heyrðu ágætlega til okkar!
McCollom skýrði frá slysför-
unum og sagði nöfn okkar, sem
eftir lifðum. Herlæknir, sem í
flugvélinni var, sagðist mundu
senda okkar hjúkrunarmenn.
Við hresstumst ótrúlega mikið
við þessi tíðindi. Þegar svo flug-
vélin hvarf sjónum okkar, sá-
um við á hæð þar álengdar hilla
undir Svarta-Pétur og fylgi-
fiska hans, sem gáfu mikinn
gaum að öllu því, er fram fór.
Þeir höfðu kveikt svolítinn
varðeld og sátu á hækjum sér
umhverfis hann og tottuðu
vindla sína. Okkur þrjú dauð-
langaði í sígarettur, sem við
áttiun reyndar yfrið nóg af, en
okkur vantaði hins vegar eld-
spýtur.
„Ég ætl.a að labba yfir til ná-