Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 85
KONAN 1 SNJÓHÚSINU
83
heimilum sínum, heldur ráða
'þær líka ákvörðunum bænda
sinna með slægvizku í flestum
tilfellum.
Ég ætlaði þó ekki að fjöl-
yrða um þetta. Það, sem ég
vildi leggja áherzlu á, er það, að
siðvenjur Eskimóa spegla bein-
línis efnahags kringumstæður
þær, sem þeir eiga við að búa.
Lýsingarorð eins og „blygðun-
arlaus“ og „afskiptalaus“ eiga
hér í raun og veru engan stað.
Ef nalega séð er líf Eskimóa hið
erfiðasta, sem lifað er á þessari
jörð. Það er nauðsyn, sem áreið-
anlega stjómar og skýrir senni-
lega líka alla þætti í eðlisfari
þeirra. Eins og náttúrufar er í
heimi þeirra, leyfir það enga
verulega siðfágun, vegna þess
að það veitir tómstundir af
mjög skornum skammti. Eski-
móinn étur ógurlega mikið, af
því að hann verður að gera það
til að halda sér heitum. Hann
þekkir enga nautn af matar-
bragði, nema vera skyldi úldið
kjöt endrum og eins. Það þykir
honum gott, því að það er eins-
konar krydd og kitlar tungu
hans. Kynferðisnautn hans er
áköf, því að hann hefir ekkert
að gera á kvöldin í snjóhúsinu
— og heimskulegt væri að
halda, að kuldinn svæfði lífsf jör
hans.
Hann hefir kommúnistiska
afstöðu til eignarréttarins. Það
er nauðsyn. Hann er ekki beint
góðgerðasamur, en reiðubúinn
að skipta með sér ognágrönnum
sínum öllu sem hann á. Alltaf
getur komið fyrir, að hami
græði sjálfur á þessari undar-
legu hagspeki, þess vegna em
öllum heimil afnot af konuhans,
snjóhnífnum og fiskforðanum.
C\D$OG
1 smjörleysinu.
Samtal gestanna barst brátt að smjörleysinu, eins og við var
að búast. Einn þeirra lét drjúgan og sagðist fundið hafa lausn á
vandamálinu. „Ég kaupi bara eitt pund af smjöri og annað pund af
tólg,“ sagði hann gestunum, sem hlustuðu á með eftirvæntingu,
„og hita hvorttveggja upp þangað til það er orðið hæfilega lint.
Því næst hræri ég smjörinu og tólginni vandlega saman i skál
og læt það harðna í ísskápnum. Eftir klukkutíma á ég svo tví-
pund af smjöri." Einhver spurði þá, hvernig það væri á bragðið.
„Eins og tólg,“ var svarið. — Colliers.