Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 69
UPPSKURÐUR VIÐ HUGSÝKI
67
klipppa hár sitt á nokkra daga
fresti.
Sálfræðilegar aðferðir við
hann báru engan árangur. Virt-
ist engin von um bata.
Loks ákvað dr. Hempill að
framkvæma heilauppskurð sam-
kvæmt kenningum prófessors
Moniz. Sjúklingurinn samþykkti
það fyrir sitt leyti.
Þeir gerðu lítið gat í gegnum
ennisbeinið, þumlung ofan við
ytri brún hægra augans. I gegn-
um þetta gat stungu þeir ákaf-
lega fíngerðurn hnífi og skáru
sundur taugaþræði þá, sem
tengdu hluta af framheilaberk-
inum við sjónarhólinn. Að vissu
leyti er slíkur uppskurður ekki
mjög hættulegur. Aðaláhættan
er sú, að skertar séu aðrar þýð-
ingarmiklar taugar með því að
hnífurinn fari of langt. Einnig
getur stafað hætta af því að
æðar skerist sundur, en það
gæti orsakað heilablóðfall. Upp-
skurður þessi heppnaðist ágæt-
lega að öllu leyti.
Eftir fjóra mánuði var sjúkl-
ingurinn orðinn heill heilsu.
Öil hugsýki hans var horfin.
Hann fékk strax ágæta matar-
lyst á fyrsta degi eftir upp-
skurðinn, og náði brátt eðlileg-
um þunga.
Dr. Hempill lýsti sjúklingi
sínum síðar, sem hamingjusöm-
um, góðlyndum náunga, ánægð-
um með sjálfan sig og fyllilega
lausum við allar áhyggjur.
Nú gegnir hann ábyrgðar-
miklu starfi í stórri járnbraut-
arstöð, og vinnur verk sitt af
stakri kostgæfni.
1 framkomu hans gætir sjáifs-
trausts og öryggis, sem sjaid-
gæft er að finna hjá „normal'*
fólki. Hann hefir nýlega
opinberað trúlofun sína og
hefir öðlast öll sín fyrri áhuga-
mál.
En furðuiegast af öllu er ef
til vill það, að hann virðist al-
gerlega hafa gleymt öllum þeim
áhyggjum og erfiðleikum, sem
hann átti við að stríða í fimmt-
án ár. Þetta erfiðleikatímabil
virðist hafa verið skorið burt
úr lífi hans, þegar taugamið-
stöð sú, sem hugsýkin átti upp-
tök sín í, var rofin úr tengslum.
Hann er nú þrjátíu og átta ára,
en lítur út eins og maður iiman
við þrítugt.
Aðferð þessari til lækninga á
hugsýki, hefir þó aðeins verið
beitt í mjög slæmum tilfellum
enn sem komið er, og þá venju-
lega við fólk, sem nálgast það
að vera geðveikt.