Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 87
SOKKALEITIN
85
þess birtu blöðin aldrei viðtöl
við menn, sem boðnir voru í
þennan klúbb. Allir ritstjórarn-
ir í Columbus voru meðlimir í
klúbbnum, og mun það hafa
valdið.
Ég iðaði í skinninu að hafa
tal af Churchill. Ég hafði
aldrei séð holdi klæddan, ósvik-
inn enska „gentleman,“ og
réði það miklu. Hitt var þó
þyngri ámetunum, aðkeppinaut
ur minn við blaðið og svarinn
övinur, skrambi duglegur en
óheflaður náungi, hafði lýst
yíir því í heyranda hljóði, að
hann teldi, að jafnvel sér myndi
reynast ókleift að fá blaðavið-
tal við gestinn. Og þar með var
mín leið mörkuð. Sofandi flaut
ég að feigðarósi.
Ég fór til gistihússins, spurði
um herbergi Churchills, og
barði þar að dyrum. Ég var al-
veg köld og ákveðin og hafði
þaulhugsað hernaðaráætlanir
mínar. Churchill myndi fyrst
kalla: „Hver er þar?“ og ég
svara: „Stúlkan með handklæð-
in.“ Svo myndi hann opna hurð-
ina og ég skjóta fætinum fyrir
og láta spurningunum rigna
yfir hann. Ég held að ég hafi
séð eitthvað þessu líkt í kvik-
mynd.
En þetta fór allt á annan veg.
Hann sagði ekki „hver er þar?“
heldur „kom inn“ og þá rugl-
aðist ég í ríminu. Ég var nú að-
eins 19 ára gömul og bjó með
ömmu minni. Það hefði senni-
lega liðið yfir gömlu konuna, ef
hún hefði séð mig þarna, í þann
veginn að fara inn í gistihúss-
herbergi til ókunnugs karl-
manns.
„Kom inn,“ kallaði nú Churc-
hill aftur, og gætti þykkju í
rómnum. Ég gerði mér í hugar-
lund, að ég myndi oft síðar, þeg-
ar ég væri orðin rótgróin í
blaðamennskunni, hvarfla hug-
anum til þessa ævintýris og
hafa gaman af. En það er öðru
nær. Mér er vissulega ekki hlát-
ur í hug, þegar ég sé sjálfa mig
í anda fyrir utan dyrnar hjá
Churchill, skjálfandi á bein-
unum.
Að lokum opnaði ég dyrnar,
hægt og gætilega, og þarna
sat Churchill við skrifborðið
sitt. Hann var ljós á hár og hör-
und, ljósari en nokkur annar,
sem ég hefi kynnst. Hann var
ekki nema hálfklæddur en í
slopp utan yfir, og berfættur í
morgunskónum. Hann var ákaf-
lega enskur að sjá, eins og per-
sónugerfingur brezka heims-