Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 13
Kunnasti lcikari Dana segir frá ólikum
aðforðum sfnum við að skapa —
Tvö hlutverk.
TJr bókinni „Masker og Mennesker",
eftir Poul Reiunert.
AÐ er varla til sá leikari, að
hann hafi ekki oftar en
einu sinni hitt fólk, sem spurt
hefir með undrun og aðdáun í
röddinni: „Já, en hvernig farið
þér að því að læra og muna öll
þau hlutverk sem þér leikið?“
Sá, sem spurður er, verður að
hugsa sig um, áður en hann
svarar; hann gefur þessari hlið
málsins að jafnaði engan gaum;
hún gerir sjálfsagt ekki vart
við sig fyrr en aldur eða sjúk-
dómar fara að segja til sín, því
að þetta atriði, að læra að muna
er jafn hverdagslegt og sjálf-
sagt fyrir leikarann, eins og það
er fyrir bankastjórann að kunna
að reikna og skrifa, eða fyrir
smiðinn að kunna að saga og
hefla, sem þó engum dettur í
hug að fyllast undrun og að-
dáun yfir. Svarið við spurning-
unni verður því eitthvað á þessa
leið: „Ég fer engan veginn að
því!“ Því að raunverulega læri
ég alls ekki hlutverk mín, og
man þau heldur ekki. Sannleik-
urinn er sá, að hlutverkin breyt-
ast í persónur, og þessar per-
sónur eru nú einu sinni eins og
þær eru, gæddar sínu sérstaka
hugsana- og tilfinningalífi, út-
liti og talsmáta. Og í hinum
breytilegu geðbrigðum og at-
burðarás leikritsins veröa þær
að haga sér, verða þær að spyrja
og svara einmitt eins og þær
gera. Það er ekkert undanfæri,
og það gengur í raun og veru
allt af sjálfu sér!
En það eru til undantekning-
ar, þegar það óþægilega skeður,
að maður getur ekki þrátt fyrir
erfiði og fyrirhöfn fengið
svo mikinn áhuga á hlutverki
sínu, að það taki hug manns
allan. Þá verður maður aftur að
skóladreng, sem verður að læra
utan að. Og það kemur meira
að segja í Ijós, að þessi skóla-
drengur er tossi, sem á mjög
erfitt með að læra, en þeim mun
hægara með að gleyma. Það
2*