Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 64
62
TJRVAL,
Þessar skepnur lifa í kletta-
gjám, en einu sinni á ári — allt-
af á sama tíma — skríða þær
niður að sjó til að gjóta þar —
alltaf á sömu f jörunum. Á þess-
um ferðum sínum fara krabb-
arnir eins beina leið og unnt er,
klöngrast yfir allar torfærur,
jafnvel hús, sem eru á vegi
þeirra.
Ein tegund blaðlúsa dvelst
hálft árið á eplatrjám og hinn
helminginn á puntstrám. —
Sumar maurategundir hagnýta
sér þessi skordýr eins og við
nytjum kýr. Þeir smala þeim
saman, verja þær fyrir ágengni
annarra og „mjólka“ þær, þaðer
að segja drekka hunangskennd-
an vökva, sem líkami blaðlús-
anna gefur frá sér. Maurarnir
hafa uppgötvað það, að blað-
lýsnar þurfa að flytja sig, og
þeir bera þær því ofan úr epla-
trjánum og láta þær á stráin
eða flytja þær af stránum upp í
eplatréin, alveg eftir árstíman-
um.
Kríumar eru sennilega lang-
förulastar allra fardýra. —
Þessir litlu, fallegu fuglar
fljúga frá Norðurheimsskauts-
löndtmum, yfir Norður-Atlants-
haf til Evrópu, þaðan niður með
ströndum Afríku til Suðurhafs-
ins, og aftur til baka sömu leið
næsta vor. Þetta er um það bil
38000 km löng leið.
Hvers vegna ætli fuglamir
leggi þetta erfiði á sig? Eina
svarið, sem virðist sennilegt, er
sú tilgáta, að æxlunarhvetjar-
inn, sem búið er að uppgötva,
að er orðsök hinnar auknu frjó-
semi læmingjanna, finnst í hin-
um unga gróðri heimskauts-
landanna og skordýrunum, sem
á þeim gróðri lifa, þegar hlý
vorsólin bræðir af honum snjó-
inn. Þetta fjörefni seiðir fugl-
ana eins og nautnalyf.
Hið furðulega hátterni At-
lantshafs-álanna,* þótt það sé
einnig af völdum æxlunarþarfa,
er alveg einstakt. Álarnir dvelj-
ast, að því er virðist ánægðir
með tilveruna, í pollum og lækj-
um í Evrópu og Norður-Ame-
ríku í rnörg ár. En allt í einu
halda þeir á braut úr heimkynn-
um sínum, fara niður árnar og
stefna út í Atlantshaf, synda
áfram þangað til þeir koma að
miklu dýpi í Atlantshafi fyrir
sunnan Bermúda-eyjar. Þar
stinga þeir sér niður og hverfa
fyrir fullt og allt.
*) Sjá „Staðreyndir og þjóðtrú um
álinn,“ 3. hefti Úrvals. þ. á.