Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 18
16
tJRVAL
nú samt sú. Það reyndist sem sé
ekki hafa góð áhrif á gang æf-
inganna, að ég vissi aldrei, hvað
ég átti að segja, og þurfti stöð-
ugt að vera að gá í handritið, og
að ég þekkti aldrei kallorð mín,
og sat þess vegna rólegur í her-
berginu mínu, þegar beðið var
eftir mér á leiksviðinu. Alltaf
þurfti öðru hvoru að vera að
senda eftir mér, og Jóhannes
Poulsen sýndi lengi vel staka
þolinmæði. Að lokum var hon-
um þó nóg boðið, og bað hann
mig að glugga rétt svona við og
við í hlutverk mitt. Ég gluggaði
í það, en það stoðaði lítið, nema
að því leyti, að ég kom inn á
leiksviðið þegar við átti, og
sagði þau orð, sem ég átti að
segja. En Daníel Hegri gaf
hvergi fangastað á sér.
Frumsýningin nálgaðist og
ég gat ekkert, vissi ekkert, ekki
einu sinni hvernig Daníel Hegri
átti að líta út eða vera klædd-
ur! Jóhannes Poulsen sagði:
,,Þér eruð svo skemmtilegur,
þegar þér stælið Ölaf frænda
eða Ottó Zinck; notið bara ann-
að hvort gerfið.“ En í þessu
máli var ég ósveigjanlegur. Það
vildi ég ekki. Þá datt mér allt í
einu í hug: „Því í fjandanum
kallar Ibsen manninn „Hegra“?
Hegri er fugl. Eitthvað sér-
stakt hlýtur að hafa vakað fyrir
honum, því að þótt réttara sé að
jafnaði að fylgja leiðbeiningum
leikritahöfunda með varfæmi,
er alltaf óhætt að treysta
Henrik Ibsen. Ekkert smáorð er
komið inn í leikrit hans af til-
viljun. Og svo fór ég einn morg-
un út í dýragarðinn. Þar var
nokkuð stórt hegrabúr með polli
á miðju gólfi og 1 miðjum poll-
inum stóð eitthvað sem líktist
blaðlausu tré. Þarna sátu tveir
hegrar hreyfingarlausir. Annar
á jörðinni, en hinn uppi í trénu.
Eg stóð lengi og virti þá fyrir
mér, og loksins fékk ég laun-
aða þolinmæði mína. Án nokk-
urs sjáanlegs tilefnis flaug
hegrinn í tréinu allt í einu nið-
ur til félaga síns, ýtti svo
óþyrmilega við honum, að hann
hrökklaðist burtu úr pollinu.
Því næst fór hegrinn úr trénu
að sötra ólundarlega úr pollin-
um. I hvert skipti sem hann
hafði tekið munnfylli sína,
lokaði hann nefinu og hristi
höfuðið ákaft, eins og hann vildi
segja: Svei attan, þetta er ljóti
óþverrinn! Hann hélt samt áfram
að drekka, þangað til hinn hegr-
inn kom aftan að honum og
hratt homrni burt úr pollinum