Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 105
ÓVINGJARNLEGASTA ÞJÓÐ 1 HEIMI
103
þeim nema að þeir séu vopnlaus-
ir.
Eitt sinn var hvítur maður að
vinnu nálægt löndum Indíán-
anna. í sex vikur hafði hann
ávallt byssu sína meðferðis, en
í fyrsta skipti sem hann
gleymdi henni, varð hann fyrir
ör aðeins þrem mínútum eftir
að hann fór út úr tjaldi sínu.
Öllum ber saman um að
Motilon Indíánarnir ráðist
aldrei til beinnar atlögu. Þeir
liggja í leyni fyrir óvinum sín-
um og ráðast að þeim þegar
minnst varir. Hið eina, sem gef-
ur til kynna að Indíánarnir séu
í nánd, er megn lykt af feiti,
sem þeir smyrja sig með til þess
að fæla í burtu moskítóflug-
una.
Fólk, sem býr nálægt löndum
Indíánanna, lifir í eilífri angist.
Varðmenn þess skjóta á skugga
og allt, sem þeim kemur ókunn-
uglega fyrir sjónir, en að
morgni kemur alla jafnan í Ijós
að þeir hafa drepið sín eigin
húsdýr. Sumir þessara manna
eru í einskonar brynjum, sem
eru ermalangar en ná niður á
lendar. Þær eru að sjálfsögðu
óhentugar og mjög heitar fyr-
ir það loftslag, sem þar er, en
hins vegar góð vörn gegn örv-
um Indíánanna.
Margir leiðangrar hafa verið
farnir til þess að útrýma Mot-
ilon Indíánunum, en árangurinn
orðið næsta lítill. Árið 1737
voru send gegn þeim þrjú her-
fylki einvala liðs, en aðeins ör-
fáir hermenn áttu afturkvæmt.
Tæpum tveim öldum síðar
sendi olíufélag eitt í Bandaríkj-
unum annan leiðangur til Mot-
ilon landaima, og hugðist leggja
þau undir sig. Leiðangursmenn
voru vopnaðir vélbyssum, rifl-
um og öðrum nútíma hergögn-
um, en fengu þó við ekkert ráð-
ið. Nokkrir féllu fyrir örvum
hinna ósýnilegu fjandmanna.
Indíánarnir fremja sjálfs-
morð ef þeir eru teknir til
fanga. Tvisvar hefir hermönn-
um frá Venezuela tekist að
handsama Motilon Indíána. í
fyrra skiptið voru fangarnir
settir í klefa á meðan sent
var eftir túlk, en þegar hann
kom skömmu seinna, voru Indí-
ánarnir dánir.
Þeir höfðu slegið höfðinu við
vegginn í klefanum og rotað sig
til ólífis. Öðru sinni var Indíáni
handsamaður og bundinn við
tré. Skömmu síðar var hann
dáinn og vissu læknar ekki