Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
ir. Einusinni datt mér í hug að
byggja hér spítala til rannsókna
á hitabeltissjúkdómum. En ég
dró það þar til ég hefði meiri
tíma og fé. Þegar ég byrjaði
hér í þessari bölvaðri holu, var
ég ákveðinn í að hætta þegar ég
hefði eignast tíu þúsund pund.
Þegar ég var búinn að eignast
þau, ákvað ég að eignast tutt-
ugu þúsnud. Svo hélt ég áfram
að hrúga saman peningum, þar
til allt var um seinan; og nú sit
ég fastur í þessum fjanda.“
„Þér getið enn grafið yður
lausan,“ sagði ég. „Það er hægt
að verja peningunum á ótal
vegu þannig, að maður uppskeri
hamingju og gleði.“
Áður en hann var hættur að
hrista höfuðið, hægt og þreytu-
lega, skildi ég, að það var orðið
of seint.
Hinn nýi vinur minn hafði
ekki aðeins glatað öllu sam-
bandi og samfélagi við með-
bræður sína, hann hafði einnig
glatað ölíum áhuga. Hann var
aleinn, og dæmdur til að lifa al-
einn framvegis.
Þegar ég stóð upp til að fara,
kviknaði glampi í augum hans.
„Þér munduð hafa gaman af að
sjá staðinn, þar sem ég á
heima,“ sagði hann. „Viljið þér
ekki koma og dvelja hjá mér
eina dagstund?"
„Ég fer með skipi frá Singa-
pore á morgun,“ svaraði ég.
Gamli maðurinn kinkaði kolli,
eins og hann hafði búizt við
þessu svari.
Þegar ég var nýkominn inn í
klefa minn, nam lestin staðar.
Ég leit út um gluggann og sá
skínandi Rolls Royce bifreið,
með tvo einkennisbúna Kín-
verja í framsætinu. Bretinn.
stóð á aurbrettinu, eins og hann
biði þess að ég kæmi til að
kveðja sig. Ég fór út á pallinn
og veifaði með hendinni. Hann
veifaði sólhjálminum sínum á
móti, veifaði þar til lestin hvarf
honum sjónum.
Dvöl mín í Singapore var of
skömm til ýtarlegra eftir-
grennslana, en ég komst að því
að vinur minn Bretinn var nokk-
urskonar þjóðsagnapersóna.
Enginn maður hafði séð hann
árum saman; það voru til sögur
um mjög ríkan, gamlan og sér-
vitran náunga, sem byggi ein-
hversstaðar langt inni í frum-
skógunum.
Síðan ég kom heim, hefi
ég spurt fjármálamenn, banka-
stjóra og hnattflakkara hvort
þeir þekktu nokkuð til þessa