Úrval - 01.12.1945, Page 96

Úrval - 01.12.1945, Page 96
94 ÚRVAL ir. Einusinni datt mér í hug að byggja hér spítala til rannsókna á hitabeltissjúkdómum. En ég dró það þar til ég hefði meiri tíma og fé. Þegar ég byrjaði hér í þessari bölvaðri holu, var ég ákveðinn í að hætta þegar ég hefði eignast tíu þúsund pund. Þegar ég var búinn að eignast þau, ákvað ég að eignast tutt- ugu þúsnud. Svo hélt ég áfram að hrúga saman peningum, þar til allt var um seinan; og nú sit ég fastur í þessum fjanda.“ „Þér getið enn grafið yður lausan,“ sagði ég. „Það er hægt að verja peningunum á ótal vegu þannig, að maður uppskeri hamingju og gleði.“ Áður en hann var hættur að hrista höfuðið, hægt og þreytu- lega, skildi ég, að það var orðið of seint. Hinn nýi vinur minn hafði ekki aðeins glatað öllu sam- bandi og samfélagi við með- bræður sína, hann hafði einnig glatað ölíum áhuga. Hann var aleinn, og dæmdur til að lifa al- einn framvegis. Þegar ég stóð upp til að fara, kviknaði glampi í augum hans. „Þér munduð hafa gaman af að sjá staðinn, þar sem ég á heima,“ sagði hann. „Viljið þér ekki koma og dvelja hjá mér eina dagstund?" „Ég fer með skipi frá Singa- pore á morgun,“ svaraði ég. Gamli maðurinn kinkaði kolli, eins og hann hafði búizt við þessu svari. Þegar ég var nýkominn inn í klefa minn, nam lestin staðar. Ég leit út um gluggann og sá skínandi Rolls Royce bifreið, með tvo einkennisbúna Kín- verja í framsætinu. Bretinn. stóð á aurbrettinu, eins og hann biði þess að ég kæmi til að kveðja sig. Ég fór út á pallinn og veifaði með hendinni. Hann veifaði sólhjálminum sínum á móti, veifaði þar til lestin hvarf honum sjónum. Dvöl mín í Singapore var of skömm til ýtarlegra eftir- grennslana, en ég komst að því að vinur minn Bretinn var nokk- urskonar þjóðsagnapersóna. Enginn maður hafði séð hann árum saman; það voru til sögur um mjög ríkan, gamlan og sér- vitran náunga, sem byggi ein- hversstaðar langt inni í frum- skógunum. Síðan ég kom heim, hefi ég spurt fjármálamenn, banka- stjóra og hnattflakkara hvort þeir þekktu nokkuð til þessa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.