Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 33

Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 33
SAGA TlZKUNNAR 31 sögunnar. Karlmenn báru pyngjur allt fram á miðaldir, og það varð hreinasta bylting, þeg- ar einhver seytjándualdar snill- ingur fann upp vasana. Síðan hafa föt karlmannanna verið með vasa. Vasarnirerueinóhjá- kvæmilegasta krafa nytjalög- málsins og allir skraddarar hata þá ósjálfrátt. Þótt undar- legt megi virðast eru það vas- arnir sem nú á tímum er því einkum til fyrirstöðu, að upp verði tekinn „raunhæfur bún- ingur“ karlmanna, þ. e. búning- ur, sem er sniðinn í algeru sam- ræmi við nytjalögmálið. Það er stöðugt verið að gera tilraunir til þess að skapa slíkan búning, en þær stranda oftast á íhalds- semi karlmannanna, þ. e. aðdá- un þeirra á valdarlögmálinu. Fatnaður karlmanna stefnir yfirleitt að því að verða að ein- kennisbúningum, sem vissum hópum manna er einum heimilt að klæðast. í hverju siðmenn- ingarþjóðfélagieru fjölda marg- ar gerðir einkennisbúninga. Konungurinn klæðist sérstökum búningi og presturinn sömuleið- is. Búningur konungsins hefir það hlutverk að auka virðingu hans og sýna auðæfi hans. Klæði prestsins eiga líka að skapa honum virðuleik, en þau eru þar að auki einatt dálítið kvenleg, eins og til að leggja áherzlu á það, að guðsmaðurinn sé ekki af sama sauðarhúsi og allur al- múgi. Saga hermannabúninganna er fræðigrein út af fyrir sig. En þegar fatnaður yfirstéttar manna hættir að vera beinlínis herklæði, þá er hann gerður þannig, að augljóst megi vera, að þó að sá sem klæðist honum sé ekki að berjast, þó vinni hann að minnsta kosti ekki líkam- leg störf. Þessi hneigð byrjar að gera vart við sig í hinum íburðarmiklu karlmannaklæð- um fimmtándu aldarinnar, en hún kemst á athyglisverðasta stig sitt á sextándu öld og birt- ist þá á táknrænan hátt. Hreint lín um hálsinn er merki þess, að maður vinni ekki líkamleg störf. Fellingakragi Tudortímabilsins var og runninn af rótum þessar- ar hugmyndar. Sumir kragamir voru svo stórir, að þeir sem báru þá, hljóta að hafa átt er- f itt með að matast. Fellingakrag- inn hafði í raun og veru sömu þýðingu og hinar löngu neglur kínverzku mandarínanna. Hvort tveggja var einkenni hirð- mannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.