Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 33
SAGA TlZKUNNAR
31
sögunnar. Karlmenn báru
pyngjur allt fram á miðaldir, og
það varð hreinasta bylting, þeg-
ar einhver seytjándualdar snill-
ingur fann upp vasana. Síðan
hafa föt karlmannanna verið
með vasa. Vasarnirerueinóhjá-
kvæmilegasta krafa nytjalög-
málsins og allir skraddarar
hata þá ósjálfrátt. Þótt undar-
legt megi virðast eru það vas-
arnir sem nú á tímum er því
einkum til fyrirstöðu, að upp
verði tekinn „raunhæfur bún-
ingur“ karlmanna, þ. e. búning-
ur, sem er sniðinn í algeru sam-
ræmi við nytjalögmálið. Það er
stöðugt verið að gera tilraunir
til þess að skapa slíkan búning,
en þær stranda oftast á íhalds-
semi karlmannanna, þ. e. aðdá-
un þeirra á valdarlögmálinu.
Fatnaður karlmanna stefnir
yfirleitt að því að verða að ein-
kennisbúningum, sem vissum
hópum manna er einum heimilt
að klæðast. í hverju siðmenn-
ingarþjóðfélagieru fjölda marg-
ar gerðir einkennisbúninga.
Konungurinn klæðist sérstökum
búningi og presturinn sömuleið-
is. Búningur konungsins hefir
það hlutverk að auka virðingu
hans og sýna auðæfi hans. Klæði
prestsins eiga líka að skapa
honum virðuleik, en þau eru þar
að auki einatt dálítið kvenleg,
eins og til að leggja áherzlu á
það, að guðsmaðurinn sé ekki af
sama sauðarhúsi og allur al-
múgi.
Saga hermannabúninganna er
fræðigrein út af fyrir sig. En
þegar fatnaður yfirstéttar
manna hættir að vera beinlínis
herklæði, þá er hann gerður
þannig, að augljóst megi vera,
að þó að sá sem klæðist honum
sé ekki að berjast, þó vinni hann
að minnsta kosti ekki líkam-
leg störf. Þessi hneigð byrjar
að gera vart við sig í hinum
íburðarmiklu karlmannaklæð-
um fimmtándu aldarinnar, en
hún kemst á athyglisverðasta
stig sitt á sextándu öld og birt-
ist þá á táknrænan hátt. Hreint
lín um hálsinn er merki þess, að
maður vinni ekki líkamleg störf.
Fellingakragi Tudortímabilsins
var og runninn af rótum þessar-
ar hugmyndar. Sumir kragamir
voru svo stórir, að þeir sem
báru þá, hljóta að hafa átt er-
f itt með að matast. Fellingakrag-
inn hafði í raun og veru sömu
þýðingu og hinar löngu neglur
kínverzku mandarínanna. Hvort
tveggja var einkenni hirð-
mannsins.