Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 102
100
tJRVAL
langan tíma, síðan aðgerðin fór
fram.
Eru tekin hér dæmi, sem ein-
kennandi eni fyrir þá, sem
histaminið læknaði:
1. Kona, 32 ára. Hún fékk fyrst
höfuðverk 17 ára. Móðir hennar,
faðir og systir höfðu hann einn-
ig. Hún fékk tvö til þrjú köst
vikulega, og stóðu þau yfir frá
12 tímum upp í tvo daga. Jafn-
fram fylgdi velgja, stöðug
uppköst og ógreinilegt tal. Mor-
fín inngjafir höfðu engin áhrif.
Eftir þrjár histamin dælingar,
hefir þessi kona aldrei fengið
kast um 14 mánaða skeið.
2. Kona, 63 ára. Kenndi sér
fyrst meins, þegar hún var 15
ára. Móðir hennar hafði fyrir-
farið sér af völdum höfuðverks,
og eina systir hennar varð hug-
sjúk af sömu ástæðu. Hún sjálf
fékk köst, sem stóðu yfir í einn
til sex daga, og komu þau einu
sinni eða jafnvel tvisvar viku-
lega. Engin lyf hrifu. En eftir
að hún hafði fengið fjórar
histamine dælingar, fékk hún
engan höfðverk í sex vikur, en
þá komu tvö væg köst, með
tveggja vikna millibili. Var þá
dæit í hana einu sinni vikulega
í sex vikur, og hefir hún verið
heilbrigð síðan í sjö mánuði.
3. Fertugur karlmaður. Móðir
hans og amma höfðu báðar haft
höfuðverk. Fékk hann jafnan
köst vikulega og stóðu þau yfir
í 12 tíma, og fylgdi með velgja,
uppköst og blinda. í hann var
dælt þrisvar sinnum og hefir
hann ekki kennt sér neins meins
nú í 17 mánuði.
Þar sem migrene virðist eiga
eitthvað skylt við ýmsa of-
næmissjúkdóma, gera menn sér
vonir um, að histamin muni
e. t. v. í framtíðinni einnig rejm-
ast vel gegn þeim.
Svör við spumingum á bls. 98.
1. Rangt. 2. Rétt. 3. Rangt. 4. Rangt. 5. Rétt. 6. 60%. 7. 35%. 8. Röng svör
eru b) og e). 9. Rétt. 10. Rangt.