Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 79
KONAN I SNJÓHÚSINU
amar. Henni var líka mn að
kenna, að Utak fór ekki til sel-
veiðanna með nágrönnum sín-
um, lieldur fór til og reisti snjó-
hús sitt hjá stöðvum okkar
hvítu mannanna, svo að hún
fengi tækifæri til að lokka út
úr okkur smágjafir.
Þegar Utak fór í búð að
verzla, var Unanak alltaf á hæl-
unum á honum, og það var
hlægilegt að sjá hana trítla á
eftir honum, mjúkfætta og
laumulega, því að hún stóð
aldrei við hlið honurn, heldur
alltaf á bak við hann, sneri sér
eins og hann, beygði sig eins og
hann og gekk áfram, þegar
hann gerði það, faldi sig að baki
honum, unz að þeirri stundu
kom, er hún teygði sig yfir öxl
hans og hvíslaði að honum þess-
um hnitmiðuðu uppástungum,
sem gerðu það að verkum, að á
endanum varð hennar hluti af
úttektinni alltaf meir en hann
hafði ætlazt til. Og það var ekki
fyrr en þau komu aftur heim í
snjóhúsið eftir hverja ferð, að
Utak komst að raun um, að kon-
an hans hafði ennþá einu sinni
vafið honum um fingur sér.
Það var stöðug skemmtun að
horfa á þennan skopleik, þessa
baráttu, sem var næstum orð-
laus og þarna bar konan alltaf
hærra hlut, ekki aðeins kona
Utaks, heldur líka allar aðrar.
Konurnar léku hlutverk sín eins
og þær væru á leiksviði, og
menn þeirra létu hrífast af
leiknum eins og auðtrúa og ein-
faldir sveitamenn. Það finnst
engin Eskimóakona, sem ekki
kann listina að smjaðra, engin
sú, sem ekki getur endurtekið
með óþreytandi og lokkandi
ákefð það, sem hana langar í,
unz eiginmaðurinn er yfirbug-
aður af þrákelkni hennar og
lætur undan. Þó veit hamingj-
an, að það var vandalaust að
sjá þessar konur út, og ég gat
alltaf undrast, að karlmenn,
sem eru annars svo hyggnir, þó
að þeir lifi nálega eingöngu efn-
ishyggjulífi, skyldu vera svona
skilningssljóir, slíkir ógurlegir
bjánar að fást við konurnar sín-
ar.
í Eskimóaheiminum er kon-
urnar allstaðar á bak við. Ef
einhver tók upp á því að yfir-
gefa flokk sinn og fylgja öðr-
um, mátti ganga að því gefnu,
að það væri gert að áeggjan
konunnar. Ef hjón tóku þriðja
mann á heimilið var óhætt að
álykta, að það var konan en
ekki eiginmaðurinn, sem hafði