Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
grannanna og fá hjá þeim eld,“
sagði McCollom borginmann-
lega. Hann gerði það líka, og
svo reyktum við öll, þeir svörtu
og við, sitt á hvorum hólnum.
Flugvélin hafði varpað niður
einhverju af matvælum, en sú
fallhlíf hafðí lent niður í skóg-
inn í grendiimi. Okkur var nú
hugsað til hinna gómsætu rétta,
sem biðu okkar, kannske aðeins
steinsnar í burtu.
„Það er aðeins tvennt, sem
mig klýjar við,“ sagði ég í
leiðslu, ,,og það eru niðursoðn-
ir tómatar og rúsínur.“
McCollom og Decker voru
báðir framúrskarandi félagar
og komu ætíð 'fram af sérstakri
hugprýði. T. d. vissum við hin
ekki fyrr en. iöngu seinna, að
McCollom var rifbeinsbrotinn.
Decker var augsýnilega mikið
særður, en þó miklu meira en
við héldum, og kom það síðar
á daginn. Mú staulaðist hann
í humátt á eftir McCollom,
staðráðinn í að gera sinn hluta
af skyldustörfunum. Þegar þeir
komu aftur tii foaka, glottu þeir
eins og apar. í höndunum báru
þeir allar niðursuðudósirnar,
sem fundist höfðu, og í þeim öll-
um voru eintómir — tómatar!
Seinna fóru þeir aftur á stúf-
ana og fundu þá nokkra böggla
með lyfjum, sárabindum og
tygilknífum. McCollom bjó um
sár okkar hinna. Honum hlýtur
að hafa flökrað við að sjá fæt-
urna á mér, engu síður en mér
sjálfri. Kálfarnir voru útsteypt-
ir af stórum, vessandi fleiðrum
og drep var einnig hlaupið í
ristarnar og aðra höndina. Ég
var milli vonar og ótta um, að
ég misti fætuma, en þetta var
hvorki staður né stund fyrir
móðursýki. Ég aðstoðaði Mc-
Collom við að bera smyrsl í sár-
in og binda um þau.
Félagar mínir litu á mig með-
aumkunnarfullir. Þeir voru
óhreinir og úfnir og báru lítinn
keim af Hollywood-hetjunmn,
sem vaða eld og vatn, án þess
að missa svo mikið sem brotin
úr buxunum!
„Þú ert sannkölluð hryggðar-
mynd, Maggí!“ sagði Decker og
andvarpaði.
„Þið eruð nú hvorugir eins
og klipptir út úr tízkublaði,
sýnist mér,“ svaraði ég hvefsn-
islega. Þeir voru engu síður
skítugir en ég, og þar á ofan
með fjögurra daga skegg.
„Þá er að snúa sér að þér,
Deeker,“ sagði McCollom. Við
reyndum ekki að gera að svöðu-