Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 109
ALEINN
107
Það var flogið með mig til
stöðvarinnar hinn 22. marz, og
flugmaðurinn flaug strax til
baka, því að annars hefði olían
í hreyflinum stirðnað í kuldan-
um, og ómögulegt hefði verið að
koma honum í gang aftur.
Vinnuflokkurinn var önnum
kafinn við að grafa gryfju í
fönnina. Hún var 15 fet á lengd,
11 fet á breidd og 8 feta djúp —
nægilega stór til þess að rúma
kofann, sem ég átti að dvelja í.
Þegar hann væri kominn ofan í
gryfjuna, myndi stormur og
skafbylur ekki ná til hans, en
þarna á Rossjöklinum, tæplega
10° frá Suðurpólnum, skeflir
yfir hverja mishæð ótrúlega
fijótt. Jökullinn er marflatur og
hjarnbreiðan teygir sig út að
sjóndeildarhringnum í allar átt-
ir.
Gryfjan var heldur lengri en
kcfinn, en þakskegg hans náði
tvö fet út yfir vegginn að vest-
an verðu. Með þessu móti mynd-
uðust tvö samhliða göng, sem
voru ætluð til að geyma í elds-
neyti og matvæli, og ennfrem-
ur var ltomið þar fyrir salerni,
er að vísu var harla ófulikomið.
I einu horni þakskeggsins var
hleri og lá stigi upp að honum.
Það voru útgöngudyr kofans.
Kofinn var hitaður upp með
venjulegum tveggja eldstæða
olíuofni og Iá reykrörið frá hon-
um eftir einum veggnum, en
síðan upp um þakið. Við héld-
um, að með þessu værum við að
búa til eins konar miðstöðvar-
ofn, en í rauninni var þetta
skelfilegt klastur. Tveir eða þrír
rörbútar höfðu týnzt á leiðinni
og við urðum að nota tómar
blikkdósir 1 staðinn. Það var
undir þessu klunnalega hitunar-
kerfi komið, hvort mín biði líf
eða dauði.
Iiinn 28. marz, þegar vinnu-
flokkurinn lagði af stað til Litlu
Ameríku, lagði ég ríka áherzlu
á það við mennina, að ekki
skyldi reynt að senda hjálpar-
leiðangur til mín, þó að loft-
skeytatæki mitt bilaði. „Minn-
ist þess, hvað sem fyrir kemur,“
sagði ég, „að ég er betur kominn
í þessum kofa heldur en hjálpar-
leiðangur ykkar á jöklinum."
Þegar dráttarvélarnar voru
horfnar úr augsýn, fór ég niður
í kofann. Mér leizt vel á mig.
Þarna var allt, sem ég hafði
þörf fyrir, þó að gólfrýmið væri
ekki meira en fjögur skref á
annan veginn og þrjú á hinn.
Það var ekki bjart Inni. Það lagði
daufan bjarma frá stormlugt-