Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 121
ALEINN
119
skeika. Ég sagði Poulter, að
hann skyldi fara nokkrar stutt-
ar reynsluferðar fyrst og láta
mig vita um árangurinn. Meðan
ég sagði þetta, fann ég þó með
sjálfum mér, að ég myndi ekki
geta lagst á móti áformi hans.
Ég hafði þolað meira en svo, að
ég treysti mér til að hafna
nokkru hálmstrái, sem gæti orð-
ið mér til bjargar.
Ég lá fyrir allan daginn og
var að velta því fyrir mér, hvort
hægt væri að greina slóðina á
jöklinum í myrkri júlímánaðar.
Ekki kom til mála ao fara beint
af augum, sökum jökulgjánna.
Slóðin frá marzferðinni hafði
verið einkennd með flöggum,
sem stungið var niður í snjóinn
með mílusjöttungs millibili. Mik-
ið af þessum flöggum gat hafa
eyðilagst eða fokið í byljunum,
og voru þá stórar, óeinkenndar
eyður á hinni 123 mílna löngu
leið.
Ég reyndi að vera algjörlega
hlutlaus í ályktunum mínum, en
þá urðu erfiðleikarnir fyrir leið-
angurinn meiri og skýrari. Von-
in mikla, sem hafði kviknað um
daginn, dó út af, og mér leið enn
verr en áður. Ég slökkti á kert-
inu, eyðilagður og yfirbugað-
ur.
T LOK júnímánaðar færðist
kuldinn í aukana. Kofinn
var hélaður að innan, nærri því
upp undir loft. Hélan bráðnaði
ekki, þó að logaði á ofninum 16
klukkustmidir á sólarhring. Þó
að niðursuðudósirnar stæðu hjá
ofninum daglangt, varð ég að
ná innihaldinu úr þeim með
meitli og hamri. Ég var orðinn
skinnlaus á fingrunum, af því
að snerta kaldan málminn. Og
það var alveg sama, hve miklu
ég tróð í mig og hlóð utan á mig,
það var ómögulegt að fá hita í
skrokkinn.
Þegar ég fór út undir bert
loft, var eins og vindurinn ætl-
aði að flá skinnið af andiitinu á
mér. Hvernig sem ég beygði
mig og sneri mér, var ómögu-
legt að sleppa undan helkaldri
iírumlu hans. Ef til vill urðu
tærnar fyrst gegnkaldar og
dofnar. Meðan ég var að reyna
að liðka þær og koma blóðrás-
inni af stað, kól mig á nefinu;
og þegar ég hafði lífgað það við,
var höndin kalin. Ég hafði svell-
andi hita- og kuldatilfinningu í
úlnliðunum, hálsinum og ökl-
unum.
Jökullinn engdist í kuldanum.
Maður gat svo að segja fundið
þjáningarkippina. Það kom