Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 29
NÝTT UNDRALYF
27
xim var gefið streptomycin og
lifðu allar.
Læknar 1 mörgum borgum
fréttu þetta, og var nú víðsveg-
ar hafizt handa að gefa mönn-
um, sem þjáðust af tularemia,
streptomycin. Það læknaði sjúk-
dóminn á tólf tímum. Sjúkling-
ar, sem annars hefðu verið veik-
ir mánuðum saman, urðu heil-
brigðir á stuttum tíma.
Lækning á undulant fever,
sjúkdómi, sem menn fá úr óger-
ilsneyddri mjólk, hefir fram til
þessa verið árangurslítil. Hlið-
stæður sjúkdómur í dýrum er
svokölluð Bangssýki. Til útrým-
ingar á veiki þessari í nautgrip-
um, skipaði Landbúnaðarráðu-
neytið að slátra öllum veikum
kúm. Á ári hverju voru um
150,000 kýr drepnar, og kostaði
það bændur 30,000,000 dollara.
Nýustu tilraunir gefa til kynna,
að streptomycin muni vinna
bug á þessari sýki. Búast má
við, að það reynist eins vel gegn
ýmsum öðrum sjúkdómum í
dýrum, svo sem algengum
þarmasjúkdómi í svínum, sem
drepur um 3,000,000 grísa ár-
lega og „shipping fever,“ sem
drepur 150,000 naut árlega.
Vísindamenn munu enn þá
veigra sér við að gefa mönnum
vísa von um, að þetta nýja lyf
reynist vel gegn berklum. Mörg
lyf hafa komið fram og virzt
í fyrstu lofa miklu, en öll brugð-
ist. Samt skal nokkuð geta
áhrifa streptomycins á berkla.
Waksman og vísindamenn
Merck rannsóknarstofnunarinn-
ar, tóku eftir því, þegar þeir
gerðu tilraunir með strepto-
mycin gegn berklabakteríum í
tilraunaglasi, að bakterían var
ákafiega viðkvæm fyrir lyfinu.
Sýnishornaf streptomycini voru
send læknum við Mayo stofn-
unina. Þeir sýktu 12 naggrísi
af berklum, sem drepa þessi
dýr ávallt. Átta þeirra fengu
ekkert lyf, en fjórum var gefið
streptomycin. Eftir 54 daga
höf ðu þessir 8 allir fengið slæma
berkla, en hjá þeim, sem fengu
streptomycin, var sjúkdómur-
inn ýmist yfirbugaður eða hafði
aldrei komið fram.
Sú staðreynd, að streptomyc-
in virðist reynast vel gegn
berklum í dýrum þarf alls ekki
að þýða, að það lækni berkla í
mönnum. Ár eða meir getur lið-
ið, áður en nóg er framleitt af
lyfinu til fullnægjandi tilrauna
á þessu sviði. Það væri því
heimskulegt að hætta við venju-
legar aðgerðir gegn berklum,
4*