Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 21
Heimilishljóðfæri, sem er í senn píanó,
útvarpsviðtæki og gTammófónn.
þrínið — píanó framtíðarinnar.
Grein úr „Radio News“,
eftir Stanley Kempner.
"SrFLJÓÐFÆRI það, sem nefnt
er píanó nú á dögum, var
fundið upp árið 1710. í rúmlega
200 ár hefir það haldizt óbreytt
að mestu. Hljóðfærasmiðir
höfðu snemma gert sér ljósa
ýmiss konar ávöntun þessa hljóð-
færis og reynt að finna aðferðir
til úrbótar. Einn þessara ágalla
er sá, að tóngæði og tónfylling,
einkum lægri nótnanna, eru
komin undir sveif luorku streng j-
anna. Menn reyndu að bæta úr
þessu með lengri og stríðari
strengjum, sem þandir voru yfir
æ stærri hljómbotn. Hámarki
hefir þessi þróun náð, þar sem
er hinn mikli hljómleikaflygill
nútímans, sem getur orðið hálft
tíunda fet (2,9 m) að breidd og
að þyngd eftir því.
Uppfinning aðferða til að
magna rafsegulöldur varð til að
sannfæra píanósmiði um það, að
með tilbeitingu þeirra mætti
endurbæta þetta hljóðfæri.
Framkoma rafeindalampans og
notkun hans til stramnmögnun-
ar sýndi mönnum fram á nýjar
og óvæntar leiðir 1 þessu efni.
Þar hafa þeir John Hays
Hammond yngri og Benjamin
F. Miessner unnið merkilegt
brautruðningarstarf, báðir
verkfræðingar og uppfinninga-
menn, sem komið hafa fram
með ýmsar nýjungar varðandi
hagnýtingu rafeindalampans í
nútíma hljómlistartækjum.
Sérstaklega mikils virtist
mega vænta af þeirri hugmynd
að tengja við píanóstrengina
einhvers konar hijóðnema, er
tekið gæti upp sveiflugang
þeirra. Með þessu móti mætti
komast hjá því að hafa mjög
langa og stríða strengi og stór-
an hljómbotn, og þar með væri
jafnframt úr sögunni sú tak-
mörkun tóngæða og tónfylling-
ar, sem hafði gert það að verk-
um, að lítil píanó gátu ekki full-
nægt ströngum kröfum list-
rænnar gagnrýni.
3*