Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 63
ÞJÓÐFLUTNINGAR DÝRANNA
61
Hvers vegna ætli allir þeir, sem
setjast að á Iífvænlegum há-
sléttum, deyi út, þegar hinir
fáu, sem eftir verða í hinum
upprunalegu heimkynnum, lifa
og valda nýrri fjölgun seinna
meir? Svarið við þessum spurn-
ingum gat ef til vill bent á ráðn-
ingu um fjöldaflutninga dýr-
anna.
Rannsóknir á læmingjum á
öllum stigum ferðalagsins
sýndu, að merkilegar breyting-
ar urðu á kynfærum þeirra. En
ekki aðeins þau, — öll bygging
dýranna breyttist í samræmi við
hið aukna fjör þeirra. Náttúru-
fræðingarnir gátu þess til, að
sú breyting stafaði af ein-
hverju, sem læmingjarnir ætu.
Um tíma var ókunnugt, hvað
þetta gæti verið. Þá voru fjör-
efnin uppgötvuð. Og jafnskjótt
var því slegið föstu, að þetta
hlyti að vera eitthvert fjörefni,
og ekki leið á löngu áður en eitt
þeirra fannst í mosanum, sem
læmingjarnir eta, þegar þeir
rísa úr hinum langa vetrar-
dvala sínum. Þegar dýrin hef ja
flakkið, verður fjörefna-upp-
sprettan eftir, þótt þau flytji
nokkurn fjörefnaforða með sér
í líkama sínum. Þau dýr, sem
nema staðar í, að því er virðist,
heppilegu umhverfi, eyða bráð-
lega f jörefnabirgðum sínum, og
þar sem nýja staðinn skortir
fjörefna-uppsprettuna, hnignar
frjósemi þeirra og þau deyja
út.
Þetta getur vel verið aðalein-
kenni allra fjöldaútflutninga.
Það er vatns- og fæðuskortur,
sem kemur dýrunum til að hef ja
ferðina, en æxlunarofsinn og
múgæðið, sem oft verður vart
við meðal þessara útflytjenda-
hópa, stafa líklega af áhrifum
einhvers fjörefnis.
Allt amiars eðlis eru hinar
reglubundnu ferðir dýranna. —
Aðalástæðumar geta verið hin-
ar sömu, en hin reglulegu far-
dýr (eða afkvæmi þeirra) koma
aíltaf aftur til þess staðar, sem
þau fara frá, þar sem aftur á
móti útflutningsdýrin hverfa.
Ferðalög fardýranna eru ákaf-
lega mismunandi eftir því,
hvaða tegund á í hlut. — Fílar
eru stundum 10 ár að ljúka
ferðalögum sínum. — Hópar af
vissum apategundum í Suður-
Ameríku ferðast á milli tveggja
svæða í skóginum á fárra vikna
fresti.
Hinar reglubundnu ferðir
landkrabbanna á eynni Jamaica
eru mjög furðuleg sjón. —