Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 40
tJRVAL
S8
sér og bar hana upp á lágan
stall um 25 metra frá slysstaðn-
um, en sú leið er ótrúlega löng
fyrir sært fólk í frumskógi. Bg
tók nú eftir, að ég var skólaus
og hafði særzt illa á hægra
fæti. Seinna komst ég að raun
mn, að ég var brennd á fótum.
Mikið af hárinu á mér hafði
sviðnað burt, og vinstri vang-
inn var hlaupinn í brunablöðr-
ur. En við Decker fundum ekki
til sársauka í brunasárum okk-
ar, fyrr en slæmskan hljóp í
þau.
Við vorum nú stödd í 2700
metra hæð yfir sjávarmáli, og
kuldinn nísti okkur inn að beini.
Svo fór að rigna, eins og dag-
lega ber við á Nýju Guineu, og
rennvot fötin bættu ekki úr
mæðu okkar. McCollom fór
margar ferðir til flugvélaflaks-
ins, til þess að hirða þaðan það,
sem okkur mætti að gagni
koma. Aldrei lét hann á sér
merkja þann harm, sem hann
hlaut að bera í brjósti, vegna
Roberts tvíburabróður síns, sem
lá látinn og limlestaður í þess-
um ægilega valkesti.
Hann fann björgunarflekana
og reytti af þeim allt, sem að
haldi kæmi: yfirbreiðslur, dósir
með vatni og aðra með brjóst-
sykri og svo kassa með neyðar-
merkjatækjum. Hann lagði
eina ábreiðu yfir hinar stúlk-
urnar tvær, gaf Eleanor inn
fáeina dropa af morfíni og
skreið síðan, úttaugaður, undir
aðra yfirbreiðslu, ásamt Deck-
er og mér. Á þeirri stundu vor-
um við ekki lengur tveir karl-
menn og ein kona heldur bara
þrjár mannlegar verur, tengd-
ar saman af sameiginlegri lífs-
þrá.
Þegar dagaði, fór McCollom
að huga að stúlkunum. Hann
kom strax til baka og sagði
hljóðlega: „Eleanor er dáin.“
Við sögðum ekkert og gátmn
ekki grátið. McCollom vafði
líkið inn í teppi og lagði það
niður undir tré þar nálægt.
Annað var ekki hægt að gera.
TAfORGUNVERÐURINN okk-
ar var vatnssopi, vitamín-
skammtur og fáeinir brjóstsyk-
ursmolar. Lára, Decker og ég
skulfum öll hræðilega. Við kom-
um okkur saman um að dvelja,
þennan dag og næstu nótt,
þarna í fjallshlíðinni, meðan
við værum að jafna okkur eftir
mesta áfallið. Að morgni mund-
um við svo leita niður á undir-
lendið. Ég spurði sjálfa mig,