Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 40

Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 40
tJRVAL S8 sér og bar hana upp á lágan stall um 25 metra frá slysstaðn- um, en sú leið er ótrúlega löng fyrir sært fólk í frumskógi. Bg tók nú eftir, að ég var skólaus og hafði særzt illa á hægra fæti. Seinna komst ég að raun mn, að ég var brennd á fótum. Mikið af hárinu á mér hafði sviðnað burt, og vinstri vang- inn var hlaupinn í brunablöðr- ur. En við Decker fundum ekki til sársauka í brunasárum okk- ar, fyrr en slæmskan hljóp í þau. Við vorum nú stödd í 2700 metra hæð yfir sjávarmáli, og kuldinn nísti okkur inn að beini. Svo fór að rigna, eins og dag- lega ber við á Nýju Guineu, og rennvot fötin bættu ekki úr mæðu okkar. McCollom fór margar ferðir til flugvélaflaks- ins, til þess að hirða þaðan það, sem okkur mætti að gagni koma. Aldrei lét hann á sér merkja þann harm, sem hann hlaut að bera í brjósti, vegna Roberts tvíburabróður síns, sem lá látinn og limlestaður í þess- um ægilega valkesti. Hann fann björgunarflekana og reytti af þeim allt, sem að haldi kæmi: yfirbreiðslur, dósir með vatni og aðra með brjóst- sykri og svo kassa með neyðar- merkjatækjum. Hann lagði eina ábreiðu yfir hinar stúlk- urnar tvær, gaf Eleanor inn fáeina dropa af morfíni og skreið síðan, úttaugaður, undir aðra yfirbreiðslu, ásamt Deck- er og mér. Á þeirri stundu vor- um við ekki lengur tveir karl- menn og ein kona heldur bara þrjár mannlegar verur, tengd- ar saman af sameiginlegri lífs- þrá. Þegar dagaði, fór McCollom að huga að stúlkunum. Hann kom strax til baka og sagði hljóðlega: „Eleanor er dáin.“ Við sögðum ekkert og gátmn ekki grátið. McCollom vafði líkið inn í teppi og lagði það niður undir tré þar nálægt. Annað var ekki hægt að gera. TAfORGUNVERÐURINN okk- ar var vatnssopi, vitamín- skammtur og fáeinir brjóstsyk- ursmolar. Lára, Decker og ég skulfum öll hræðilega. Við kom- um okkur saman um að dvelja, þennan dag og næstu nótt, þarna í fjallshlíðinni, meðan við værum að jafna okkur eftir mesta áfallið. Að morgni mund- um við svo leita niður á undir- lendið. Ég spurði sjálfa mig,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.