Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 26
I>að er unnið úr bakteríum I jarðveginum, og
nefnt streptomycin. Áhrifa þess gætir
þar, sem penicillin og súlfalyf verka ekki.
Jíæstu mánuði munið þið heyra meira um —
Nýtt undralyf.
Grein úr Hygeia,
heilsufræðitímariti Ameríska Iæknafélagsins,
eftir J. D. Ratciiff.
■JVfÝLEGA er komið fram á
* sjónarsviðið nýtt lyf, sem
mun vekja mikla athygli manna.
Lyf þetta er nefnt streptomycin.
Það hefir þegar bjargað fjölda
mannslífa, þótt stutt sé síðan
það var fyrst búið til. Hefir það
reynst áhrifaríkt, þar sem
hvorki penicillin eða súlfalyf
höfðu nokkur áhrif. Það virðist
ætla að verða sterkt vopn gegn
f jölda, sjúkdóma, svo sem tauga-
veiki, vissri tegund hitasótta,
kóleru, ígerðum, sem koma af
uppskurði og ef til vill berklum.
Penicillin fannst af tilviljun,
en streptomycin hins vegar
samkvæmt fyrirfram gerðri á-
ætlun. Dr. Selman A. Waksman,
starfsmaður við háskóladeild
eina í New Jersey, sem einkum
fæst við tilraunir á sviði land-
búnaðar, hóf leit að lyfi, er
kæmi að gagni, þar sem súlfa-
lyf og penicillin hrifu ekki.
Waksman er sérfræðingur í
smásjárrannsóknum, og var
jarðvegurinn aðalrannsóknar-
efni hans.
Á síðustu öld héldu vísinda-
menn almennt, að jarðvegurinn,
einkum þar sem lík höfðu verið
grafin, væri uppspretta landfar-
sótta. En athuganir sýndu fram
á, að engir sýklar lifðu í slíkum
jarðvegi. Þeir höfðu allir verið
drepnir af jarðvegsbakteríum.
Síðan þetta kom í ljós, hafa
nokkrir vísindamenn reynt að
einangra þessa sýklabana. Einn
fyrrverandi nemandi Waks-
mans, dr. René J. Dubos, sem
starfar við rannsóknarstofnun
Rockefellers 1 læknisfræði, haf ði
fundið jarðvegsbakteríur, sem
ráðið gátu niðurlögum lungna-
bólgusýkla og ýmissa keðju-