Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 27
NÝTT UNDRALYF
25
sýkla. Hafði hann búið til úr
þeim lyfið tyrothricin.*
Upp úr því hófu vísindamenn
í Oxford rannsókn á annarri
lifveru úr jarðveginum, grænni
sveppategund. Árangurinn af
þeirri rannsókn var fundur
penicillins.
Waksman hóf leit í jarðveg-
inum að vopni, sem ynni bug á
sýklum, er höfðu ýmsa innvort-
is sjúkdóma í för með sér, svo
sem taugaveiki, blóðkreppusótt
og kóleru. Bakteríur, skyldar
þeim, lenda oft í þvagrás gam-
als fólks, og orsaka þá miklar
þjáningar.
Það var ákaflega miklum
örðugleikum bundið að finna
hina heillaríku smáveru, sem
gæti yfirbugað þessar þjáning-
ar mannlegs lífs. Mold, sem
kemst fyrir á þumalfingursnögl
manns, inniheldur um 8,000,000-
000,000 smávera! Hvernig átti
nú að finna þær réttu?
Waksman tók hiklaust til
starfa. Hann þynnti jarðveg-
inn með vatni, og dreifði síðan
leðjunni á glerplötu, sem á var
ógrynni sýkla. Því næst athug-
aði hann þau svæði plönt-
* Sjá „Lækningarmáttur moldar-
innar,“ 3. hefti Orvals þ. á.
unnar, sem sýklarnir höfðu
drepist á. Þegar hann fann þau,
reyndi hann að velja þær jarð-
vegsbakteríur úr, sem voru
valdar að dauða sýklanna. En
þótt hann fyndi þær, þá átti
hann eftir að einangra þau efni,
sem inniliéldu hin deyðandi
áhrif. Vökvar þeir, sem honum
tókst að framleiða, voru oft
banvænir mönnum. Sumir gátu
valdið dauða manns á nokkrum
sekúndum. Þetta verk var ekki
uppörvandi, og virtist oft lítil
von um árangur.
En haustið 1943 fór starfið
að bera árangur. Waksman og
ungur aðstoðarmaður hans, dr.
Albert Schatz, fundu sýnishorn
af jarðvegsbakteríu, sem kölluð
er Actinomyces griseus. Bakt-
ería þessi leit út fyrir að vera
mjög áhrifamikil. Strax frá
byrjun. Hún réði niðurlögum
f jölda sýkla, þar á meðal sýkla,
sem valda taugaveiki og tula-
remia (sjúkdómur, sem berzt
til manna frá kanínum). Lyf
það, sem búið var til með þessu
virka efni í, var nefnt strepto-
mycin.
Waksman hafði hvorki
reynslu né tæki til nauðsyn-
legra tilrauna með þetta nýja
lyf, svo að hann sneri sér til